Skírnir - 01.09.1990, Side 14
266
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
sínar, iðrast þeirra og játar trú sína. Kirkjan veitir þeim sem hlut á að
máli aflausn og fær hluta af arfi hans að honum látnum. Á þann hátt
styrkist efnahagur kirkjunnar og um leið andlegur fjársjóður hins látna
á himnum.1 Erfðaskráin skiptist í tvo hluta. I fyrri hlutanum er hið
trúarlega uppgjör og í seinni hlutanum skipting arfsins. Orðalag í erfða-
skránum er jafnan nokkuð fast. Dæmigert orðalag er t.d.: „í ljósi þeirrar
staðreyndar að ekkert er vissara en dauðinn og ekkert óvissara en stund
hans vil ég, kominn að leiðarlokum, ekki deyja „intestate“ (bls. 189).2
Formið er einnig í föstum skorðum. Erfðaskráin hefst á trúarjátningu,
hinn deyjandi felur sál sína í hendur helgra manna. Síðan er beðið um
aflausn synda. Hinn dauðvona fyrirgefur öðrum og biður óvini sína
fyrirgefningar. Síðan er tekið fram hvernig útförin á að fara fram og
gefin fyrirmæli um það í öllum smáatriðum. Þar segir t.d. hversu margir
og hverjir eigi að fylgja líkinu til grafar. Þetta form á einnig við um
erfðaskrár á Norðurlöndum.3
Mikil áhersla er á þessum tíma lögð á hverfulleik jarðneskra gæða,
muninn sem er á eilífum verðmætum og stundlegum, þ.e. „temporalia“
og „aeterna“. I erfðaskránni tekst á vissan hátt að sætta þessar and-
1 Sbr. grein Lars Hamre „Testamente, Norge“: „Ogsá i No. var det kyrkja
som gjekk i brodden for i fá resipert t.instituttet i heimleg rett, av fleire
ársaker. Testasjonsretten tente i hog grad til á auka den kyrkjelege
formuen. Men i samsvar med læra om verdet av gode gjerningar ság kyrkja
ogsá testasjonsretten som eit middel for det einskilde kristenmenneske til
sjolv á gjera mest mogeleg for si sjelefrelse. Hovudforemálet med dei aller
fleste av dei t. vi kjenner frá no. mellomalder, er dá ogsá á gjeva sjelegáver
(s.d.).“ Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder'KYlll, Reykjavík
1974,227.
2 Sams konar orðalag er í íslenskum erfðaskrám, sbr. Stefán Karlsson: „I DI
IV nr. 481 udtrykkes det kristne menneskes forpligtelse over for sin skaber,
sakir þess at kristinn mabr á sínum skapara margan velgjörning at lúka,
medens det som regel er dodens sikkerhed og dodsstundens usikkerhed
som betones, Sakir þess at ekki er vísara en dauðinn, en ekki <ó>vísara
<en> nxr hann kemr (DIIV nr. 399), Sakirþess at engi dauðligr mabr má
sér nökkurn öruggleik setja um lengd sinna lífdaga (DIV nr. 175, jfr. V nr.
509 og IX nr. 391), el. en kombination af disse to formler udvidet med en
formaning om altid at være forberedt pá doden (DI IX nr. 57).“
„Testamente, Island“ Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder
XVIII, Reykjavík 1974, 232.
3 Sbr. „Testamente“ eftir Herluf Nielsen í Kulturhistorisk leksikon for
nordisk middelalderXKlll, Reykjavík 1974, 232.