Skírnir - 01.09.1990, Síða 17
SKÍRNIR
UM DAUÐANS ÓVISSAN TÍMA
269
eldri og þroskaðri. Þó er margt líkt með þessum kvæðum. Hann ráð-
stafar eigum sínum á sama hátt og fyrr, vísar til fjölda persóna, staða,
atburða og stofnana, margt er tvírætt, fullt af háði, níði, klámi og
hálfkveðnum vísum. Ill meðferð sem hann hefur orðið fyrir og ranglæti
sem hann hefur mætt er honum minnisstætt. I þessu kvæði eru mjög
nákvæm fyrirmæli varðandi útför hans. Hann tekur fram hvaða klukk-
um eigi að hringja að honum látnum, hvar eigi að grafa hann og graf-
skriftina semur hann sjálfur. Þetta er langt kvæði og fullt af andstæðum.
Það skiptist á napurt háð og angurværð, jafnvel einlægni. Víða er
skáldið biturt, grimmt og margt er í kvæðinu torskilið. Af kvæðinu er
augljóst að Villon hefur vald á margs konar stíl, hann skiptir oft um
ham og leikur sér að margræðni tungumálsins. Barbara Nelson Sargent-
Baur segir um þetta kvæði að það sem geri það að einni heild sé hvorki
formið, rökleg tengsl né tímaröð heldur sömu hugmyndirnar sem
birtist í ýmsum myndum. Það sem er Villon einna hugstæðast er hve
tíminn iíður hratt, hverfulleiki alls; bæði fegurðar, frægðar og ham-
ingju, og nálægð dauðans.1 Hvað eftir annað notar hann hið forna
orðalag „Ubi sunt?“ eða „Hvar eru...?“ og gefur því mjög persónu-
legan blæ: Hvar eru hin góðu ár ævi minnar? Hvar eru æskuvinir mínir?
Hvar eru hinir voldugu höfðingjar og fögru konur liðinna tíma? Síðan
spyr hann: „Fyrst allt þetta fræga fólk er horfið, dáið, mun ég þá ekki
líka deyja?“ sbr. „Moi, pauvre mercerot de Rennes, / Mourrai-je pas?"
(XLII bls. 75). Villon skrifar líka um ellina og löngun þeirra sem hafa
misst lífsþróttinn til að binda endi á líf sitt.
I grein um franskar bókmenntir eftir 1200 bendir Karl D. Uitti á að
það hafi farið fram hjá mörgum nútímalesendum hvað kvæði Villons
eru í raun hefðbundin.2 Hann notar fjöldann allan af þekktum
hugtökum og vísar mjög í eldri bókmenntir, ekki síst Biblíuna. Hann
vitnar t.d. í Jobsbók, Predikarann og Sálmana („og staður hans þekkir
hann ekki framar" Sálm. 103, 16) og í þetta vers: „Guð hefur ekki vel-
þóknun á dauða nokkurs manns. Látið því af svo að þér megið lifa“
(Esekíel 18, 32).
Ymsir fræðimenn hafa varað lesendur við að taka persónuna
Fran^ois Villon og ævi hans eins og hún birtist í kvæðunum of bókstaf-
1 Barbara Nelson Sargent-Baur: „Frangois Villon“, bls. 450.
2 Karl D. Uitti: „French literature: after 1200“, Dictionary of the Middle
Ages 5, Scribners, New York 1985, bls. 277.