Skírnir - 01.09.1990, Page 18
270
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
lega. Og víst er að fremur ber að líta á þann sem mælir í kvæðunum í
fyrstu persónu sem ímyndaða eða skáldaða persónu en að taka kvæðin
sem pottþétta, ævisögulega heimild. S.G. Nichols segir í áðurnefndri
grein að engum detti þó í hug að afneita tilvist Villons, (enda drjúpi til-
vist hans af hverju orði í kvæðunum) en skáldið hafi greinilega kunnað
þá list að beita skáldskap og hugarflugi við samningu þessarar „ævi-
sögu“. Nichols telur Villon eiga það sameiginlegt með heilögum
Ágústínusi að hafa þekkt lykilinn að góðri sjálfsævisögu og kallar hann
Ágústínus meistara sjálfsævisögunnar á miðöldum. Villon hefur að mati
Nichols skilið að mikilvægara er að endurskapa innri veruleika manns-
ins, hugsanir og minningar, allt sem gerir hvern einstakling sérstakan en
að halda sér eingöngu við ytri atburði og veruleika.
Nichols leggur mikla áherslu á þá samsvörun sem er í kvæðum
Villons milli dauðans og sjálfsvitundar einstaklingsins. Hann vitnar í
Philippe Ariés um að „anonymity in death“ sem á íslensku mætti kalla
„nafnlausan dauða“ hafi á þessum tíma verið mikið félagslegt vandamál
og hafi fátækt fólk jafnan dáið þannig, þ.e. án þess að nokkur tilraun
væri gerð til að minnast hins látna á persónulegan hátt. Ariés heldur því
fram að frá því á 11. öld sé lögð meiri áhersla á grafreitinn sem minnis-
merki um jarðneska hérvist og stöðu þess sem þar hvílir. Þessari til-
hneigingu hafi fylgt hugmynd um tvenns konar líf eftir dauðann: and-
legt líf sálarinnar og „jarðneskt“ líf hins látna í minningu annarra. Og
þetta tvennt tengdist þannig að velfarnaður sálarinnar annars heims var
talinn byggjast á því hversu lífseig minning mannsins var í þessum heimi.
Frá sjónarhóli hefðbundins kristindóms, segir Nichols, er dauðinn
„moment of recognition", þ.e. augnablik þegar tvíeðli tilverunnar
opinberast, bókstafleg og táknræn merking hennar. Dauðinn sé skv.
þessu ekki endalok alls heldur eins konar myndhverfing sem breytir
hinu óbeina tungumáli lífsins í beinan skilning þegar sálin stendur
augliti til auglitis við skapara sinn. En hjá Villon, segir hann, er dauðinn
augnablik sjálfsvitundar og einstaklingshyggju.
í „Le Testament“, 35. erindi (bls. 66), nefnir Villon skáldið Hóras.
Hann orti „epitaph” eða erfiljóð í lok þriðju bókar Óðanna um minnis-
varða í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu. Kvæði þetta er til í íslenskri
þýðingu Helga Hálfdanarsonar og heitir „Minnisvarði'1.1 Bæði hjá
1 Helgi Hálfdanarson: Erlend Ijóð frá liðnum tímum, Reykjavík 1982, bls.
257-258.