Skírnir - 01.09.1990, Page 20
272
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
tákn Krists. í kvæðinu talar Villon eftir dauða sinn og upprisu, þ.e. eftir
hræðilega fangelsisvist, pyntingar og yfirvofandi dauða sem lauk yneð
óvæntri náðun og frelsi. Hann lýsir þjáningu sinni og tekur fram að þá
stóð hann á þrítugu, sem er auðvitað „christological age“. Hann lifði á
vatni og brauði og át „poire d’angoisse" (LXXIII bls. 90) (þ.e. beiska
ávexti, bókstaflega: perur þjáningarinnar) sem táknar illa meðferð og
hörmungar. Hann gerir sjálfan sig líkan hinum „líðandi þjóni“ sem
segir frá í Jesaja,1 hinum hrjáða og pínda Kristi, en sú Kristsmynd var
mönnum á þessum tíma mjög hugleikin. Að láta Krist á þennan hátt
vera tákn hins þjáða mannkyns var þá kallað „arma Christi", þ.e.
hendur Krists gegnumstungnar. A þennan hátt er Villon fórnarlamb en
hann rís einnig upp sem dómari. Hann rís upp í réttlátri reiði gagnvart
þeim sem dæmdu hann ranglega og kvöldu. Á sama hátt mun hinn
kvaldi Kristur koma aftur til þess að dæma heiminn. Þriðja röddin er
rödd skáldsins, nánar tiltekið sálmaskáldsins, Davíðs. Þetta er rödd
iðrunar og yfirbótar en sálmaskáldið Davíð var á miðöldum ímynd
Krists.
I VI. kafla kvæðisins vísar Villon í sálminn „Deus laudem“ sem er
109. sálmur Davíðs. Upphaf kvæðisins „Le Testament“ er endur-
speglun þessa Davíðssálms. I sálminum talar í fyrstu persónu sá sem
hefur mætt miklu ranglæti og illsku og hann biður Drottin að ganga í
dóm fyrir sig. Það er einmitt það sem Villon gerir: „Quoi qu’il m’ait
fait, a Dieu remis!“ (IV bls. 56) (látum Guð dæma hvað hann hefur gert,
þ.e. Thibaut d’Aussigny biskup í Orléans sem lét varpa Villon í fangelsi
og kvelja hann). Um illgjörðamanninn segir í 109. Davíðssálmi: „Hann
elskaði bölvunina, hún bitni þá á honum, hann smáði blessunina, hún
sé þá fjarri honum. Hann íklæddist bölvuninni sem kufli, hún læsi sig
þá inn í innyfli hans sem vatn og í bein hans sem olía, hún verði honum
sem klæði, er hann sveipar um sig, og sem belti, er hann sífellt gyrðist."
(17.-19. vers). Og Villon segir: “S’il m’a été miséricors, / Jésus, le roi de
paradis, / Tel lui soit á l’áme et au corps!“ (III bls. 56) (Hafi hann auð-
sýnt mér miskunn, megi þá Jesús, konungur í Paradís, veita líkama hans
og sál hið sama). Og í IV: „Et s’été m’a dur ne cruel / Trop plus que ci
je ne raconte, / Je veul que le Dieu éternel / Lui soit donc semblable á
1 53. kafli Jesaja. I 3. versi segir: „Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust
hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn
byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis."