Skírnir - 01.09.1990, Page 23
SKÍRNIR
UM DAUÐANS ÓVISSAN TÍMA
275
„Thou Love taughtst mee, by making mee / Love her, who doth neg-
lect both mee and thee / To’invent, and practise this one way, to’anni-
hilate all three“ (bls. 58). Hér er á ferðinni svipuð hugmynd og kom
fram í kvæði Villons. I fyrsta lagi er hér dæmi um þá tísku að láta kvæði
vera eins og erfðaskrá. I öðru lagi er hér hugmyndin um að erfða-
skrána/skáldskapinn sé hægt að nota til þess að eyða og varðveita í
senn.
í ljóðabálki sem nefnist „Holy Sonnets“ (19 sonnettur sem hafa
fyrirsögnina „Divine Meditations“ í þremur handritum) talar Donne
um að dauðinn nálgist hann á þennan hátt: „I runne to death, and death
meets me as fast, / And all my pleasures are like yesterday; /1 dare not
move my dimme eyes any way“ (bls. 322). Hér er á ferðinni sama líking
og hjá Hallgrími Péturssyni þegar hann segir í sálminum „Um dauðans
óvissan tíma“: „Lífið manns hratt fram hleypur, / hafandi öngva bið, /
í dauðans grimmar greipur, / gröfin tekur þar við“ (bls. 256). Hjá
Donne hleypur lífið í átt að dauðanum og dauðinn hleypur jafnhratt á
móti. Donne leggur áherslu á að hann er eign Guðs, sköpun hans: “ég
er þinn“. Samlíkingarnar eru margvíslegar og litirnir sterkir sem hann
notar: sál hans er eins og pílagrímur, eins og þjófur, hún er svört, en
blóð Krists er rautt og þvær allt hvítt. Hann segir einnig: „This is my
playes last scene“ (bls. 324).
Tíunda sonnettan minnir á niðurlag sálmsins „Um dauðans óvissan
tíma“ að því leyti að þar er dauðinn ávarpaður og honum storkað og
valdi hans afneitað. Hvort tveggja er endurómur af orðum Páls postula
í I. Kor. 15, 55: „Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur
þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?“ Hjá Hallgrími eru þessi orð
hápunktur kröftugrar trúarjátningar: „Dauði, ég óttast eigi / afl þitt né
valdið gilt / í Kristí krafti ég segi:/ Kom þú sæll þá þú vilt“ (bls. 259).
Hjá Donne hins vegar er sonnettan öll samfellt ávarp til dauðans og
hefst á þessum orðum: „Death be not proud, though some have called
thee / Mighty and dreadfull, for, thou art not soe“ (bls. 326). Donne
reynir að sýna fram á að vald dauðans sé ekkert í sjálfu sér. Þegar menn
eru dánir, lítur út fyrir að þeir sofi en í raun er dauðinn ekki svefn
heldur skref í átt til þeirrar dýrðar þar sem dauðinn er ekki lengur til.
Svefninn er aðeins birtingarform dauðans. („From rest and sleepe,
which but thy pictures bee / Much pleasure, then from thee, much
more must flow“). Dauðinn er auk þess háður öðrum öflum; þræll