Skírnir - 01.09.1990, Side 24
276
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
örlaga, tilviljana, valdhafa og manna á barmi örvæntingar. Loks ber
Donne dauðann saman við „poppie, or charmes“, (þ.e. ópíum og töfra
eða sefjun) sem geti svæft menn vel, jafnvel betur en dauðinn. Hér virð-
ist samanburðurinn genginn nokkuð langt, jafnvel orðinn fáránlegur,
en allt stefnir að þvf að gera lxtið úr dauðanum. Dauðinn er ávarpaður
þrisvar sinnum með mismunandi orðalagi sem skapar stígandi í
kvæðinu. Því lýkur síðan á þversögn sem er eitt af grundvallaratriðum
kristinnar trúar: „Death, thou shalt die“. Sama hugmynd kemur fram
í áðurnefndum sálmi Hallgríms þar sem segir um Krist: „með sínum
dauða hann deyddi / dauðann og sigur vann“ (bls. 258).
í elleftu sonnettu eru atburðir píslarsögunnar uppmálaðir svo að þeir
verða ljóslifandi; skáldið setur sjálft sig í spor Krists þar sem hann
hangir á krossinum: „Spit in my face you Jewes, and pierce my side ...“
(bls. 327). Louis L. Martz heldur því fram í bókinni The Poetry of
Meditation að kristin íhugun, einkum sú hefð sem runnin er frá
Jesúítum, hafi haft áhrif á efnistök skáldsins bæði í þessu Ijóði og
öðrum trúarlegum kveðskap hans.1 Hann bendir á að kvæði Donnes
séu byggð upp á sama hátt og efnið í íhugunarritum sem skrifuð voru
í lok 16. aldar og fyrri hluta 17. aldar og mótuðust mjög af Exercitia
spiritualia eftir Loyola. Við slíka íhugun tíðkaðist að höfða í fyrsta lagi
til minnisins á þann hátt að menn reyndu að sjá fyrir sér þá atburði eða
atriði sem ætlunin var að hugleiða. I öðru lagi að höfða til skilningsins
með því að leggja út af efninu og skýra það. í þriðja lagi að höfða til
viljans og/eða tilfinninganna með því að draga af efninu persónulega
ályktun. Kenning Martz hefur haft mikil áhrif á skilning manna á
ljóðum Donnes og ýmsir tekið hana upp. Svipaðar hugmyndir koma
frá hjá Helen Gardner í útgáfu hennar The Divine Poems (Oxford
1952).2 Hér er vakin athygli á kenningum Martz vegna þess að sú
þrískipting efnisins sem hann bendir á er hin sama og Hallgrímur
Pétursson notar í hverjum Passíusálmi.
1 Louis L. Martz: The Poetry of Meditation. A Study in English Religious
Literature of the Seventeenth Century, Yale University Press 1954.
2 Stanley Archer hefur hins vegar haldið því fram að þessi bygging sé á
kvxðum Donnes frá upphafi - einnig veraldlegum kvæðum hans - og þurfi
alls ekki að vera undir áhrifum frá íhugunarbókmenntum kaþólskra
siðbótarmanna. Sjá Stanley Archer: „Meditation and the Structure of
Donne’s „Holy Sonnets““,John Donne’s Poetry, ritstj. A. L. Clements, W.
W. Norton and Company, New York, bls. 237-246.