Skírnir - 01.09.1990, Page 26
278
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
Hér eru vísanir í Biblíuna og samlíkingar sem Hallgrímur Pétursson
notar einnig í Passíusálmunum (48. sálmi). Donne felur síðan Guði
Bretland og alla þar, sem honum eru kærir, á þennan glæsilega hátt: „I
sacrifice this Iland unto thee, / And all whom I lov’d there, and who
lov’d mee“. Ljóst er af kvæðinu að hann hefur sjálfur valið dauðann,
óskað eftir honum. Hann segir að lokum:
Churches are best for Prayer, that have least light:
To see God only, I goe out of sight:
And to scape stormy dayes, I chuse
An Everlasting night.
Carey heldur því fram í áðurnefndri bók að í þessum síðustu línum
kvæðisins sé hrópandi mótsögn því að hugmyndin um dauðann sem
endalausa nótt sé algjörlega heiðin og andstæð því að vilja „sjá Guð
einan“. Donne setji hér hlið við hlið sjálfsmorðshugmynd ættaða frá
Seneca og kristna hugmynd um þrá píslarvottsins eftir að sameinast
Guði algjörlega. Hann hafi mætur á báðum hugmyndunum og tími
hvorugri að sleppa.
Titill sálmsins „Hymne to God my God, in my sicknesse“ bendir til
þess að hann sé ortur á sjúkrabeði og munu fræðimenn ekki á einu máli
um það hvort skáldið orti hann á banabeði 1631 eða í veikindum 1623.
Hvað sem því líður er Donne í þessum sálmi sannfærður um að hann
sé kominn að hliðum himnaríkis, upphaf sálmsins er: „Sinpe I am
comming to that Holy roome“ (bls. 368). Með því að yrkja er hann að
búa sig undir söng og hljóðfæraslátt hinum megin sbr. „I tune the
Instrument here at the dore“. Síðan líkir hann sjálfum sér við landakort
og læknum sínum við landfræðinga („cosmographers"). Ástand hans
nú er „my South-west discoverie", suðrið er tákn hitasóttarinnar sem
hrjáir hann en vestrið tákn sólseturs, endaloka. Hann leikur sér að
tvöfaldri merkingu orðsins „straits“ sem þýðir bæði mjótt sund og
erfiðleikar, þrengingar og segir: „I joy, that in these straits, I see my
West“. Hann fagnar því að á öllum landakortum (og hann er slíkt kort)
mætast austur og vestur á einum stað, á sama hátt og dauði og upprisa,
Golgata og Paradís sem og hinn gamli Adam og hinn nýi Adam í einum
manni. Hann samsamar sig Kristi og pínu hans á þennan hátt: „So, in
his purple wrapp’d receive mee Lord / By these his thornes give me his
other Crowne“ (bls. 369). Purpurakápan er í senn skikkjan sem lögð