Skírnir - 01.09.1990, Síða 27
SKÍRNIR
UM DAUÐANS ÓVISSAN TÍMA
279
var á Krist og hitasóttin, þyrnikórónan sú sem þrýst var á höfuð Krists
og vanlíðan skáldsins. Hann óskar þess að lokum að kvæðið sé messu-
gjörð að honum látnum: „Be this my Text, my Sermon to mine owne“
(bls. 369).
Sálmurinn „A Hymne to God the Father" er þrjú erindi. Þau eru öll
með endarími a,b,a,b og í lok hvers erindis er rímað með orðinu „done“
(lh.þt. af sögninni ,,do“) sem er borið fram á ensku eins og nafn
skáldsins. Á þennan hátt minnir skáldið á sig á sérstakan hátt um leið
og merking sálmsins verður tvíræð. Sálmurinn er ávarp til Guðs,
skáldið játar syndir sínar, sem eru í fyrsta lagi erfðasyndin, synd sem
hann er fastur í þótt hann vilji það ekki, það eru syndir sem hann hefur
komið öðrum til að drýgja og það er synd sem honum tókst að forðast
í eitt ár eða tvö en velti sér síðan upp úr í tvo áratugi en að lokum er það
synd óttans. Með þessu verður mjög markviss stígandi í kvæðinu sem
þar að auki er undirstrikað með lokaorðum hvers erindis: „When thou
hast done, thou hast not done, / For I have more“ (bls. 369). Þannig nær
kvæðið hámarki í lokin þegar hann nefnir þessa synd:
I have a sinne of feare, that when I have spunne
My last thred, I shall perish on the shore;
Hér tekst Donne einstaklega vel að lýsa í fáum orðum ótta sínum við
dauðann. En honum tekst einnig að kveikja birtu trúarinnar sem verður
óttanum yfirsterkari. Þess má geta að sálmurinn er til í tveimur gerðum,
í annarri er orðið „son“, þ.e. sonur (Guðs), í hinni „sun“ þ.e. sólin en
þessi orð eru borin eins fram í ensku og það er einmitt markmið
skáldsins að þau renni hér saman í eitt:
But sweare by thy selfe, that at my death thy sonne
Shall shine as he shines now, and heretofore;
And, having done that, Thou haste done,
I feare no more.
IV
Hallgrímur Pétursson yrkir mjög víða um dauðann. Dauðinn er til
umræðu í heimsósómakvæðum hans þar sem fjallað er um hverful-