Skírnir - 01.09.1990, Side 28
280
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
leikann, um mæðu og hégóma alls þess sem er stundlegt og forgengi-
legt. Dauði Krists er efni Passíusálmanna en einnig dauði skáldsins;
hann nefnir eigið andlát þar í öðrum hverjum sálmi enda var hugleiðing
pínu og dauða Krists um leið undirbúningur undir dauðann. Nokkrir
sálmar Hallgríms fjalla um það hvernig menn eigi að búa sig undir
dauðann, aðrir sálmar hans eru almenn hugleiðing um dauðann. Loks
eru nokkrir sálmar sem nefna má andlátssálma því að af efni þeirra má
ráða að skáldið sé að dauða komið eða finni glöggt nálægð dauðans.
I upphafi sálms sem hefst á orðunum: „Ó, ó, hver vill mig verja valdi
dauðans fyrir"1 er lýst ótta við dauðann; „holdið við helju kvíðir“ (bls.
250). Líf mannsins hleypur hratt í fang dauðans eins og í öðrum og
frægari sálmi skáldsins, „Um dauðans óvissan tíma“. Dauðinn er
grimmur og lýsingin hin óhugnanlegasta: Hann er ávallt nálægur,
ósýnilegur og leitar færis. Dauðinn er með þaninn streng á boga en það
er gömul hugmynd.21 fjórða erindi er dregið fram að allir eru jafnir
frammi fyrir dauðanum og hann getur hremmt hvern sem er. Fimmta
erindi undirstrikar að það er engin undankomuleið og ekkert jarðneskt
lausnargjald til. Að lokum segir: „ein liggur öllum leið / í gegnum sáran
deyð“ (bls. 251). I sálminum „Um dauðans óvissan tíma“ er líka talað
um eina leið en það er leiðin inn í þennan heim sem er ein og hin sama
hjá öllum. Þar segir Hallgrímur síðan: „Margbreyttar líst mér leiðir /
liggi samt út þaðan" (bls. 257). Hér er svipuð hugmynd á ferðinni en ef
til vill búið að þróa hana betur í síðarnefnda sálminum.
I sjötta erindi er lýst skelfingu dauðans sem mannlega náttúru hlýtur
að hrylla við. Lífið fjarar út; fegurð, litaraft, sjón, heyrn, önd, mál og
vit verður að engu. Hann lýsir því hér vel hve dauðinn er andstæður
mannlegu eðli, hvað hann stríðir gegn hinni meðfæddu lífslöngun;
„gröfin ofbýður oss“ (bls. 252). Ekki fyrr en í 7. erindi mælir skáldið í
fyrstu persónu. Aður var almennt talað um ógn dauðans, nú er það
„ég“ sem hlýt að mæta honum. A sama hátt beinir skáldið spjóti
dauðans að sjálfum sér í miðjum sálminum „Um dauðans óvissan tíma“
1 Fyrirsagnir sálmsins eru m.a. „Umþenking dauðans" og „Um það hversu
ómögulegt hverjum manni sé að umflýja eður forðast sína ákvarðaða
dauðastund".
2 Um dauðann í myndlist á Norðurlöndum segir í KLNM: „Dödens attribut
áro mángfoldiga och varierande, t.ex. lie och slaga, dödgrávarspade, pil og
báge, timglas, spegel osv.“ Áke Nisbeth: „Döden“, Kulturhistorisk leksíkon
for nordisk middelalder III, Reykjavík 1958, 429.