Skírnir - 01.09.1990, Page 30
282
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
beitir ljánum beitta er dauðinn og hann varðar engu hvað verður fyrir,
hvort það eru fagrar rósir eða venjuleg grös. Fjórða erindið er í beinu
framhaldi af öðru erindi, lífið hleypur hratt í grimmar greipar dauðans.
Andstæðurnar eru einfaldar og skýrar: „fetar þann fús sem tregur, /
hvort fellur létt eða þungt" (bls. 256). I fimmta erindi er einkum fjallað
um að ekkert bjargi í dauða; hvorki vald, tign, auðæfi né bæn um grið.
Því næst er vikið sérstaklega að því að dauðastundin sé óviss og óvíst
hvernig dauðann beri að höndum. I sjöunda og áttunda erindi þrengist
hringurinn og skáldið sjálft mælir í fyrstu persónu andspænis dauð-
anum. Hann horfist í augu við mennsku sína: það er mannlegt að deyja.
En í áttunda erindi kemur til sögu sá Guð sem gefur lífið og tekur það.
„Dauðinn má segjast sendur að sækja hvað skaparans er“ (bls. 258). Hér
verða eins konar hvörf í sálminum og skáldið hefur persónulegt upp-
gjör sitt við dauðann. I kjölfarið kemur hin fagra trúarjátning í fimm
síðustu erindunum sem lyftir sálminum upp og skapar verðugt mót-
vægi við fyrri helming sálmsins.
Trúarjátningin hefst á tilvitnun í Jobsbók: „Ég veit að lausnari minn
lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. Og eftir að þessi húð mín
er sundurtætt og allt hold er af mér, mun ég líta Guð“. Qob. 19, 25-26).
Notkun fyrstu persónu-fornafnsins er nokkuð athyglisverð í þess-
um sálmi. Það kemur örsjaldan fyrir í fyrri hlutanum og þá er lítil
áhersla á því: „þykir mér“, „líst mér“. I sjöunda erindi er áhersla á því:
„skal ég þá þurfa að þenkja / hann þyrmi einum mér?“. Síðan fer þessi
áhersla vaxandi. I tíunda erindi, þar sem fyrst og fremst er verið að fjalla
um Jesú, verður sérstök áhersla á „mér“ í 7. vísuorði: „og mér, svo
aumum manni, eilíft líf víst tilbjó". I síðustu tveimur erindum sálmsins
kemur fyrstu persónu fornafnið ég eða eignarfornafnið minn fyrir í
næstum hverri línu:
Jesús er mér í minni
mig á hans vald ég gef
hvort ég er úti eða inni
eins þá ég vaki og sef.
Hann er mín hjálp og hreysti,
hann er mitt rétt líf,
honum af hjarta ég treysti,
hann mýkir dauðans kíf.