Skírnir - 01.09.1990, Side 34
286
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
stöðu þeirra og stétt er háttað. Dauðinn sem sigurvegari var Hallgrími
ekki heldur fjarlæg hugmynd, hann birtist sem grimmt, blint og
eyðandi afl. En Hallgrímur teflir Kristi fram gegn dauðanum og á þá
trú að hann sé hinn raunverulegi sigurvegari. Víða talar Hallgrímur um
dauðann sem svefn, ekki síst í Passíusálmunum. Þá er glíman við dauð-
ann yfirstaðin og fullvissa trúarinnar ríkir ein. Það er sama viðhorf og
hjá Lúther þegar hann segir að dauðinn sé orðinn honum svefn.
Ást og dauði eru tengd fyrirbæri hjá Villon og Donne, einkum þó
Donne en slíkt er ekki að finna í kveðskap Hallgríms Péturssonar. Því
er ekki að neita að í kveðskap Villons og Donnes er rúm fyrir mun
stærri hluta tilverunnar en hjá Hallgrími og á það einkum við um trúar-
legan kveðskap hans. Daglegt líf, samtímamenn hans, persónuleg
æviatriði eru ekki til umfjöllunar í sálmum hans. Þetta má eflaust rekja
til þeirrar hefðar sem skáldskapur hans er sprottinn úr, dansk-þýskrar,
sem var annars eðlis en jarðvegur Villons og Donnes.
Fróðlegt væri að athuga hvort unnt sé að greina áhrif frá heiðnum,
klassískum höfundum í viðhorfi Hallgríms Péturssonar til dauðans - ef
til vill í ljósi þess að hann var undir áhrifum frá fornmenntastefnunni.
Slík áhrif koma fram hjá Donne eins og áður er um getið. í riti sínu Um
ellina1 segir Ciceró: „Nú er eftir að minnast á fjórðu ástæðuna sem
einkum virðist fá æviskeiði voru kvíða og áhyggju, en það er nálægð
dauðans. Hann getur sjálfsagt ekki verið langt undan. En vesæll er sá
öldungur sem hefur ekki gert sér grein fyrir því á langri ævi að engin
ástæða er til að óttast dauðann. Oðru nær. Hann ber að virða að vettugi
ef hann slekkur vitundina fyrir fullt og allt, en þeim sem trúa því að
hann búi henni einhvers staðar eilíft líf ber að fagna honum. Ekki er um
þriðja kostinn að ræða“ (bls. 78). Það er að sjálfsögðu óhugsandi að
Hallgrímur Pétursson hefði tekið undir með Ciceró að um þriðja
kostinn sé ekki að ræða. Hallgrímur er að vísu ekki margorður um
píslir helvítis en hinn eilífi dauði sem maðurinn hefur unnið til, endan-
legur aðskilnaður frá Guði, er honum ekkert hégómamál. En sennilega
greinir Hallgrím ekki síður á við Ciceró um að það sé ómerkilegt, skipti
engu máli ef dauðinn „slekkur vitundina fyrir fullt og allt“. Ciceró lítur
á dauðann sem eðlilegan hlut: „Ég fyrir mitt leyti fagna því, og er
1 Marcús Túllíus Cíceró: Um ellina, þýðandi Kjartan Ragnars, inngangur og
skýringar eftir Eyjólf Kolbeins, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík
1982.