Skírnir - 01.09.1990, Page 43
SKÍRNIR
,DEYÐU Á RÉTTUM TÍMA'
295
upphafningu geta menn treyst tengslin við sjálfa sig og aðra. „Sá líkist
sér sjálfum, sem sjálfan sig deyðir,“ segir Hnappasmiðurinn við Pétur
Gaut.1
Til að geta dáið á réttum tíma verða menn að hafa sálarstyrk - sigrast
á sjálfum sér, eins og Nietzsche orðar það. En það er jafnframt forsenda
þess að menn verði færir um að lifa á réttum tíma. Því hinn rétti tími er
líðandi stund, sá tími sem við erum með sjálfum okkur og öðrum. Við
verðum að geta tekizt á við lífið hverju sinni, án þess að flýja yfir í fortíð
eða framtíð. Soren Kierkegaard kallaði þetta „að vilja endurtekn-
inguna". Kærleikurinn - inntak ástar og vináttu - er aðeins í endur-
tekningunni því hann er ævarandi verkefni sem er alltaf hér og nú, en
er hvorki hægt að ljúka né fresta. „Sá, sem aðeins vill vona, er huglaus;
sá, sem aðeins vill minnast er makráður; en sá, sem vill endurtekn-
inguna, er manneskja. [...] Sá, sem vill endurtekninguna, hefur þroskazt
í alvörunni," skrifar Kierkegaard.2 Líkast til er þetta sama barnslega
alvaran og hann kallar annars staðar „hina elskulegu alvöru sem heyrir
leiknum til“.3 Mælikvarði Kierkegaards á mannlegan þroska virðist þá
vera sá sami og Nietzsche orðar þannig í einum orðskviða sinna:
„Þroski manns - felst í því að endurheimta alvöru barnsins, að leik.“4
Leikurinn útheimtir undanbragðalausa sjálfstjáningu - það verður að
gefa sig allan í hann af einlægni, gleði og heilindum. Lífið sjálft hefur
svipaða eiginleika og manneskjan getur ekki notið þess til fulls nema
með barnslegri þátttöku. „Að verða eins og barn. Þar mætast Kristur
og Nietzsche.“5
1 Einar Benediktsson, Ljóðmali I, s. 374. Þetta minnir óneitanlega á orð Jesú
Krists: „Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem
týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það.“ (Mt. 16. 24-25.)
2 Gjentagelsen (Kaupmannahöfn: C.A. Reitzel 1843). Þýðing Þorsteins
Gylfasonar, Endurtekningin (Reykjavík: Helgafell 1966), s. 22-23.
3 Soren Kierkegaard, Frygt og bœven (Kaupmannahöfn: C.A. Reitzel 1843),
Epilog.
4 Friedrich Nietzsche,Jenseits von Gut und Böse (Leipzig: A. Kröner Verlag
1885), §94.
5 SigurðurNordal: Einlyndi og marglyndi. Hannesar Árnasonar fyrirlestrar
í Reykjavík 1918-1919. Þorsteinn Gylfason og Gunnar Harðarson sáu um
útgáfuna (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1986), s. 275.