Skírnir - 01.09.1990, Page 45
SKÍRNIR
.DEYÐU Á RÉTTUM TÍMA'
297
endanum skiptir öllu máli: Til hvers er þetta líf og hvernig get ég bezt
lifað því?
Þessi spurning beinist að hverjum og einum einstaklingi og hrekur
hann til umhugsunar um það hvernig manneskja sé bezt að vera. Hún
varðar því lífernislist hvers einasta manns, hæfileika hans til að semja sig
í sátt við takmarkanir mannlífsins og jafnframt til þess að lifa því af
ábyrgð og hugrekki. En siðfræði í ljósi dauðans varðar ekki eingöngu
skapandi líf einstaklingsins, heldur einnig samskipti við annað fólk.
Þótt tilhugsunin um dauðann veki oft sérstaklega þá tilfinningu að við
séum einstakar og jafnvel einmana verur, þá gerir dauðavitundin okkur
jafnframt Ijósar en áður mikilvægi þess að tengjast öðrum og dauðinn
virðist geta bundið fólk nánari böndum en flest annað. Það verður því
að tengja þá hugsun um dauðann, sem upphefur hið einstaka líf, við
siðfræði sem dregur fram almennar skyldur sem okkur ber að lúta hver
svo sem við erum.
Þær spurningar sem á mig leita í ljósi þessara hugleiðinga eru þessar:
Hvernig getum við bezt þjónað lífinu í ljósi vitundar okkar um dauð-
ann? Hvaða skyldur höfum við gagnvart fólki í ljósi þess að það er
dauðvona, hvort heldur er í þeirri almennu merkingu að allar mann-
eskjur eiga von á dauða sínum, eða í hinni þrengri merkingu að dauðinn
er yfirvofandi í lífi tiltekins einstaklings?
Til að taka á þessum spurningum ætla ég að leita í smiðju til heim-
spekingsins Immanúels Kant.1 Fræg er athugasemd Kants umþau tvö
fyrirbæri sem vekja með honum stöðugt meiri aðdáun og lotningu:
„Stjörnubjartur himinninn yfir höfði mér og siðalögmálið í brjósti
mér.“2 Kant segir þetta tvennt þó vekja með einstaklingnum gerólíkar
tilfinningar fyrir stöðu sinni í veruleikanum. Aðdáunin á sköpunar-
verkinu og óræðum víddum geimsins minna manneskjuna á óendan-
lega smæð sína og vekja jafnvel með henni tilhugsun um fánýti þess að
verða ekki annað en jarðneskar leifar sem er skilað aftur til efnisheims-
ins. Lotninguna fyrir siðalögmálinu segir Kant aftur á móti hefja mann-
eskjuna í sess, sem er hafinn yfir öll náttúrleg fyrirbæri, og minna á
óendanlegt gildi sérhvers einstaklings. Manneskjan hefur þá sérstöðu í
1 Ég hef skrifað ágrip af siðfræði Kants í Þættir úr sögu siðfraðinnar (Reykja-
vík: Háskóli íslands 1990), 5. Þáttur: „Immanúel Kant“.
2 Immanuel Kant, Kritik der praktischen Vernunft (Riga: J.F. Hartknoch
1788), niðurlag.