Skírnir - 01.09.1990, Page 46
298
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
sköpunarverkinu að vera hluti af skynheiminum en jafnframt hafin yfir
hann. Hún er í senn náttúruvera sem er háð lögmálum efnisheimsins,
og skynsemis- og viljavera sem getur skilið og sett sér siðalögmál og
breytt í samræmi við þau. Þetta gera menn með því að leggja rækt við
mennsku sína, nota skynsemi sína og sjálfræði. Þessi mennska mann-
eskjunnar, persónan, kallar á siðferðilega virðingu, segir Kant: Hver
manneskja á rétt á fullri virðingu og hverri manneskju ber skylda til að
virða sjálfa sig og aðra.1 Siðferðileg staða manneskjunnar er því einstök.
Hlutir geta verið okkur mikils virði af ýmsum ástæðum, en gildi þeirra
veltur á þörfum manna og tilfinningum. Það gerir gildi manneskjunnar
ekki. Manneskjan er eina veran sem hefur ekki skiptagildi; hún er
ómetanleg og verður ekki verðlögð með neinum hætti. Hún ber gildi
sitt í sjálfri sér og þótt tiltekin persóna sé okkur einskis virði, ef svo má
segja, þá ber okkur að sýna henni siðferðilega virðingu.
Að baki þessari afstöðu Kants til manneskjunnar er flókin og
umdeild frumspekikenning sem ég ætla ekki að hætta mér út í að ræða
hér.2 Hitt skiptir meira máli í þessu samhengi að með þessari kenningu
er Kant að renna fræðilegum stoðum undir þá hugmynd sem er
þýðingarmest í gervallri sögu vestrænnar siðfræði en er jafnframt
erfiðast að virða í verki. Þegar sjálfstætt siðferðisgildi manneskjunnar
er sett í öndvegi, verður gildi allra annarra fyrirbæra í samfélaginu
afstætt við það. Þetta er t.d. sá siðferðiskjarni kristninnar sem hægt er
að beita í látlausri gagnrýni á allar ríkjandi aðstæður: „allar reglur og
stofnanir, öll lögmál og boðorð, skipulag og tilskipanir, ákvæði og
skipanir, kenningar og úrskurðir, lagabálkar og greinar, allt er háð þeim
mælikvarða, hvort það er til vegna mannsins eða ekki.“3 Helgi
mannlífsins hefur líka legið til grundvallar ýmsum áhrifamiklum
stjórnmálakenningum, þótt þær hafi ekki alltaf viðurkennt rætur sínar
í kristinni hefð.4 I öllum tilvikum liggur til grundvallar sú afstaða til
1 Sama rit, 3. kafli. Sjá einnig Atla Harðarson, „Siðfræði Kants og afstæðis-
hyggja," Hugur. Tímarit um heimspeki 2 (1989), s. 57-71.
2 Eg tek fram að jafnvel þótt mikilvæg atriði frumspekinnar væru röng þyrfti
það ekki að breyta neinu um réttmæti þeirrar siðfræðilegu niðurstöðu sem
Kant kemst að.
3 Hans Kúng, Að vera kristinn. Stytt útgáfa, þýð. Björn Magnússon
(Reykjavík: Skálholt 1982), s. 140.
4 Sjá t.d. Steven Lukes, Individualism. Key Concepts in the Social Sciences
(Oxford: Basil Blackwell 1973), 7. kafla: „The Dignity of Man.“