Skírnir - 01.09.1990, Síða 47
SKÍRNIR
.DEYÐU Á RÉTTUM TÍMA'
299
manneskjunnar að hún verði ekki skilin og skilgreind nema í ljósi
mannlegrar vitundar. Vitundarlíf manneskjunnar er forsenda sérstöðu
hennar í heiminum, hvort heldur sem við kjósum að skilja hana í ljósi
sjálfræðis og skynsemi, ímyndunarafls og tilfinningalífs, eða merk-
ingarsköpunar og menningarlífs.1 Mannleg vitund veitir það svigrúm og
tímaskyn sem þarf til að losna úr viðjum náttúrunnar, öðlast merk-
ingarheim og hlutdeild í siðferðilegu samfélagi.
Engir hafa gert meira úr þessari sérstöðu manneskjunnar en fyrr-
nefndir tilvistarheimspekingar sem hafa jafnframt dregið skýrast fram
þá sérstöðu mannlegrar reynslu sem birtist í vitundinni um dauðann og
frelsið. Einungis manneskjan þarf að velja um lífskosti og „vera til
dauðans".2 Manneskjan getur því hvorki hvílt í áhyggjuleysi dýranna
né öðlast guðdómlega lífsfyllingu, því hún verður stöðugt að móta eigið
líf og menningu. Hér erum við líka á klassískum miðum kristninnar.
Án þess frelsis, sem Guð gaf manninum, hefði hann verið dýrunum
líkur.3 Og án dauðans, sem er afleiðing syndafallsins, væri hann guðum
líkur. „Dauðinn er laun syndarinnar" sem á upptök sín í vali mannsins.
Siðferðið, frelsið og dauðinn spila þannig saman í sjálfsveru mannsins
og gera hann að verkefni fyrir sjálfum sér, viðfangsefni sem hvorki
hreinar náttúruverur né yfirnáttúrlegar verur þurfa að takast á við.
Hið andlega eðli mannsins sem við nefnum mannlega vitund og
skynsemi vekur skilyrðislausa virðingu fyrir manneskjunni, eða krefst
hennar öllu heldur að mati Kants. Þar með er alls ekki sagt að þessi
virðing sé alltaf sýnd í verki, heldur er þetta viðmiðunarhugmynd sem
maður á alltaf að hafa að leiðarljósi.4 Sú staðreynd að manneskjan er
ekki hlutur kann að liggja í augum uppi, en hún hefur engu að síður
grundvallarþýðingu. Hjá Kant varðar hún inntak allra mannlegra
1 Kant tengir siðferðilega virðingu nokkuð þröngt við skynsemi og sjálfræði.
Sjá R. S. Downie og Elizabeth Telfer, Respect for Persons. London:
George Allen & Unwin Ltd. 1969.
2 „Sein zum Tode“ er orðalag sem Heidegger notar um þá grundvallar-
tilfinningu í mannlegri tilveru að vera vitandi af dauða sínum. Martin
Heidegger, Sein und Zeit (Halle 1927), f 51. „Öll ævin er dauði“ segir líka
íslenzkur málsháttur.
3 Sjá umræðu um þetta hjá Sigurði Nordal, Einlyndi og marglyndi, s. 262.
4 Það breytir engu um mikilvægi og réttmæti þessarar reglu að t.a.m.
félagslegar eða sálrænar ástæður geri fólki erfitt um vik að taka mið af
henni. Það er frekar til marks um það hve illa er komið fyrir einstak-
lingnum og samfélaginu.