Skírnir - 01.09.1990, Page 49
SKÍRNIR
.DEYÐU Á RÉTTUM TÍMA'
301
Þótt sjálfsagt sé að umgangast dýr af nærgætni og umhyggju - og
það sé raunar einn prófsteinninn á siðferði manns hvernig hann kemur
fram við dýr - þá ber okkur ekki að auðsýna þeim siðferðilega virðingu
í þeim skilningi sem ég hef haft hér eftir Kant. Virðingin fyrir mann-
eskjunni er skilyrðislaus vegna þess að persónan er verðmæti og
markmið í sjálfri sér, en umhyggja fyrir velferð dýra er alltaf skilyrt af
skynsamlegum markmiðum manna.* 1 Enn annað gildir um önnur
náttúrleg og efnisleg fyrirbæri, sem okkur ber vissulega að ganga vel
um. Þar er hvorki um það að ræða að virða velferð né sjálfræði, heldur
almenna tillitssemi gagnvart umhverfi okkar og umheimi.2
Þegar Kant talar um virðingu fyrir persónunni á hann ekki við þá
félagslegu virðingu sem menn hljóta vegna stöðu sinnar eða afreka,
heldur að virða beri allt fólk án tillits til hlutverka, hæfileika, stöðu,
aldurs, kyns, kynþáttar eða afkasta. Allir eru jafnréttháir í því sið-
ferðilega samfélagi sem Kant kallar ríki markmiðanna og byggir á
gagnkvæmri virðingu. Siðaregluna má útfæra nánar í nokkrum
grundvallaratriðum. I öllum samskiptum felur hún það í sér að enga
manneskju megi deyða, meiða eða misnota. Með því að virða þessa
lágmarkskröfu látum við það ógert að nota annað fólk einungis sem
verkfæri í okkar eigin þágu, án þess að taka nokkurt tillit til þess hvað
það vill sjálft. Líka verður að gæta þess að tilhneigingin til að láta aðra
nota sig getur verið lúmsk. í ritgerðinni „Hvað er upplýsing?“ segir
Kant enga fjötra þrengja fastar að mönnum en þá sem þeir hafa bundið
sér sjálfir.3 Þetta séu fjötrar andlegs ósjálfræðis og þá geti menn einungis
að taka þau af lífi ef þeim líður illa. Hins vegar er margs konar sársauki og
vansæld fullkomlega eðlilegt hlutskipti manna og raunar eitt af því sem
gefur lífi þeirra gildi.“ Þorsteinn Gylfason, Líknardráp (Háskóli íslands,
fjölrit 1981), s. 2.
1 Fólk hefur tilhneigingu til þess að „persónugera" dýr og hefja þau upp í
siðferðilegan virðingarsess. Þetta elur á miklum tvískinnungi í garð dýra og
jafnvel siðleysi gagnvart fólki. Rándýr og meindýr eru fordæmd en aðrar
skepnur dýrkaðar vegna útlits eða annarra tilfallandi eiginleika.
2 Sjá t.d. vetrar- og vorhefti tímaritsins Philosophical Inquiry (1986), sem
fjallar allt um umhverfissiðfræði.
3 „Upplýsing er lausn mannsins úr viðjum þess andlega ósjálfræðis sem hann
hefur sjálfur lagt sér á herðar. Ósjálfræði er vanhæfni mannsins til að nota
eigin dómgreind án handleiðslu annarra. [... Það] gerir öðrum hægt um
vik að gerast andlegir forráðamenn meðbræðra sinna. Það er svo dæma-