Skírnir - 01.09.1990, Side 50
302
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
slitið af sér með hugrekki til að nota eigin dómgreind. Manneskjan
verður ekki fullveðja nema hún hugsi fyrir sig sjálf og fylgi boðum
sinnar eigin skynsemi og samvizku. Þess vegna hafa menn ekki bara
skyldur til þess að virða aðra sem persónur heldur ekki síður sjálfa sig.
Það er því grundvallaratriði að einstaklingurinn hafi sjálfsvirðingu,
virði eigin sjálfræði en láti ekki bara berast með hugsunum annarra.
í nánari samskiptum við aðra felur krafan um virðingu fyrir mann-
eskjunni það í sér að við virðum í verki þann sjálfstæða tilgang sem hver
manneskja hefur með lífi sínu.* 1 Það gerum við öðru fremur með því að
virða sjálfræði manneskjunnar en einnig með því að bera umhyggju
fyrir velferð hennar. Umhyggjuna fyrir öðrum kennir Kant við kær-
leikann sem færi fólk nxr hvert öðru með því að binda það gagn-
kvæmum tilfinningaböndum. Krafa kærleikans um hlutdeild í kjörum
annarrar manneskju má þó að öllu jöfnu ekki vera á kostnað þess að
virða sjálfstæðan vilja hennar, því að í siðferðilegu sjálfræði eru rætur
þeirrar virðingar sem okkur ber að auðsýna öllum persónum. Þessi
regla heldur okkur í vissri fjarlægð hverju frá öðru og varar við því að
við tökum af fólki ráðin. Hver manneskja verður að hafa svigrúm til
þess að finna lífi sínu takmark og tilgang. „Ef undanskilin eru börn og
fólk sem er viti sínu fjær,“ segir Kant, „get ég ekki gert nokkurri
manneskju gott útfrá minni hugmynd um hamingjuna, heldur einungis
samkvæmt hugmynd þeirrar manneskju sem er velgjörðarinnar
aðnjótandi."2
laust þægilegt að búa við andlegt ósjálfræði. Ef ég á bók, sem sparar mér
að hugsa sjálfur, sálusorgara, sem tekur á sig mínar eigin samvizkukvalir,
lækni, sem ákveður mataræði mitt, o.s.frv., þá þarf ég vitanlega ekkert að
leggja mig fram sjálfur." Immanuel Kant, „Svar við spurningunni: Hvað
er upplýsing?" [Zur Beantwortung der Frage: Was ist Aufklárung?, 1784],
þýðendur Anna Þorsteinsdóttir og Elna Katrín Jónsdóttir (fjölrit, Háskóli
Islands, án ártals), s. 1.
1 Sjá um þetta atriði t.d. Onora OTSIeill, „Between Consenting Adults,"
Philosophy and Public Affairs, vol. 14, no. 3 (Sumar 1985), s. 252-277.
2 Immanuel Kant, Metaphysik derSitten II. Metaphysische Anfangsgriinde
der Tugendlehre (Köningsberg 1798). The Doctrine ofVirtue, ensk þýðing
Mary Gregor (New York: Harper & Row 1964), s. 453.