Skírnir - 01.09.1990, Page 53
SKÍRNIR
,DEYÐU Á RÉTTUM TÍMA'
305
lýsingar og sjálfræðis, ef staðlað og „sterílt“ sjúkrahúsumhverfi elur á
skeytingarleysi í garð einstaklingsins.
Ein frumforsenda þess að fyrirgera ekki allri virðingu fyrir sjúk-
lingnum og ógna sjálfsvirðingu hans er að honum sé gefinn kostur á því
að verða ekki einber þolandi í samskiptum sínum við fólk sem vinnur
á sjúkrahúsum. A þessu er alltaf nokkur hætta:
Hver þekkir ekki dæmi um hinn ópersónulega stofugang sem talar í kross „yfir
sjúklingi" og notar auk þess óskiljanlegt mál (fagorð), þannig að vanmáttarkennd
sjúklingsins verður allsráðandi. Þótt hann hafi ætlað sér að spyrja um gang mála, þá
missir hann allan kjark til að koma með svona „almennar fáfræðispurningar" og simr
eftir með óvissuna og jafnvel ástæðulausan ótta.1
Sjálfræði manna er háð því heildarsamhengi sem athafnir þeirra eru
hluti af og eftir því sem það er skýrar kortlagt eftir fyrirmælum „nýj-
ustu tækni og vísinda“ eða hversdagslegrar „rútínu“, minnkar oft að
sama skapi svigrúmið fyrir hinn óbreytta einstakling til þess að nota
eigin dómgreind. Þegar menn leita á náðir heilbrigðiskerfisins finnst
þeim oft eins og ráðin séu tekin af þeim og þeir gerðir nánast ómynd-
ugir.
I fjölmörgum tilvikum eru samskipti heilbrigðisstarfsfólks og
sjúklinga vitaskuld með þeim hætti að sjúklingnum er ekki misboðið
eða ráðskast með hann á nokkurn hátt. Samt sem áður ýtir sú sýn sem
læknavísindin hafa á sjúklinginn undir þessa hættu. Læknar verða sífellt
sérhæfðari sérfræðingar í einstökum líffærum og jafnvel líffærahlutum
og þróuð er æ nákvæmari tækni til þess að greina sjúkdómsástand og
lækna það. Það felst óhjákvæmilega í þessu ferli að sjúklingurinn er
„hlutgerður“, ef svo má að orði komast, því frá þessu sjónarhorni er
ekki litið á manneskjuna sem er sjúk, heldur á tiltekið líffæri sem þarf
að komast að og lagfæra með læknisaðgerð. Þessi hlutgerving var
mikilvægur liður í framþróun læknisfræðinnar og er óhjákvæmilegur
fylgifiskur þess að tileinka sér skoðunarhátt og vinnubrögð náttúru-
vísinda.2 En sá bögull fylgdi skammrifi að læknisfræðin þrengdi sjónar-
1 Nanna Jónasdóttir, „Réttur sjúklinga - mannréttindi," Hjúkrun 59 (2. tbl.
1983), s. 2-6.
2 Sjá um þetta atriði t.d. Edmund D. Pellegrino og David C. Thomasma, A
Philosophical Basis of Medical Practice. New York & Oxford: Oxford
University Press 1981.