Skírnir - 01.09.1990, Page 54
306
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
horn sitt æ meir á afmarkað líkamlegt ástand en hafði lítið sem ekkert
að segja um sjúklinginn sem sjálfsveru og félagsveru. Þannig slítur
raunvísindaleg og tæknisinnuð læknisfræði viðfangsefni sitt úr
samhengi við þætti sem allt árangursríkt og réttlátt læknisstarf verður
að taka mið af. Ymsir gagnrýnendur tæknivæddra læknavísinda hafa
líka bent á hættur á oflækningum sem þeim fylgja.1 Sá hugsunarháttur
verður ríkjandi að læknirinn verði „að gera eitthvað“, nýta sér tiltækan
tækjabúnað og lyfjalager, sem getur leitt til þess að hann sjái síður
önnur úrræði.
Sé þetta tilhneiging sem er til staðar gagnvart sjúklingum almennt,
má nærri geta hvaða áhrif slíkur hugsunarháttur getur haft á umönnun
deyjandi manneskju. Frá sjónarhorni hinnar athafnasömu læknisfræði
er annaðhvort ekkert hægt fyrir hana að gera eða hætta skapast á því að
eitthvað sé gert sem íþyngir hinni deyjandi manneskju og dregur jafnvel
dauðastríð hennar á langinn. Það eiga því líklega engir jafn mikið á
hættu að verða óvirkir þolendur tæknisinnaðrar læknisfræði og hinir
deyjandi. Þess vegna er gott til þess að vita að samfara aukinni hlut-
gervingu læknavísinda hafa mótazt hugmyndir innan hjúkrunar-
fræðinnar sem beinast mjög ákveðið að persónu sjúklingsins sjálfs og
mikilvægi þess að virða hann sem manneskju.2 Þær duga þó skammt ef
læknisfræðin breytir ekki mannskilningi sínum og sjálfsskilningi og
dregur rökréttar og raunhæfar ályktanir af þeirri grundvallarstaðreynd
að læknisfræðin er siðvísindi sem hafa heill og heilbrigði raunverulegra
einstaklinga að markmiði.3
Af þessu má sjá hve virðingin fyrir sjúklingnum sem manneskju er
í raun háð umhverfi, vinnubrögðum og ríkjandi hugsunarhætti lækna
og annars starfsfólks heilbrigðisstétta. Eg ætla mér ekki þá dul að benda
á lagfæringar á öllum þessum þáttum, heldur langar mig til þess að reifa
1 Sjá t.d. Ian Kennedy, The Unmasking of Medicine, London: Paladin 1983
og J. Fry, A New Approach to Medicine, Lancaster: MTP Press 1978. Sjá
einnig grein mína „Heilbrigðisþjónustan og læknavísindin," Siðfrœði
heilbrigðisþjónustu. (Reykjavík: Háskóli Islands 1990). s. 19-33.
2 Sjá t.d. Marga Thome, „Hugleiðingar um leiðir til þróunar hugmyndafræði
í hjúkrun." Tímarit Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfrœðinga (1. tbl.
1988), s. 2-5.
3 Sbr. Pál Skúlason, „Siðvísindi og læknisfræði," Palingar (Reykjavík: Ergo
1987), s. 155-185.