Skírnir - 01.09.1990, Qupperneq 61
SKÍRNIR
,DEYÐU Á RÉTTUM TÍMA'
313
þá sálrænu erfiðleika sem það getur skapað starfsfólki að líta ávallt á
dauðann sem tapaða orustu, getur það líka komið illa niður á hinni
deyjandi manneskju. Með tæknivæðingu læknisstarfsins styrktist sú
ímynd að læknirinn væri eins og hermaður sem neytti allra ráða til að
sigrast á dauðanum.1 Þegar tæknihyggjan gengur í lið með þeirri
hugsun að dauðinn sé eins og sjúkdómur sem eigi að vera hægt að
sigrast á verður djúpt á sáttinni. Heróp Dylans Thomas að „berjast
gegn dauða ljóssins", sem endurómar mikilvægan lífskraft í brjósti
hvers manns, verður vafasamt þegar það snýst upp í skilyrðislaust boð
um að framlengja líftóruna með öllum tiltækum ráðum.2 Viðleitni til
þess að halda lífi í deyjandi sjúklingi með vélrænum hætti þegar öll von
er úti þjónar hvorki læknisfræðilegum né siðferðilegum tilgangi. „í
slíkum tilvikum snýst ákvörðun læknisins ekki um það hvort hann eigi
að leyfa sjúklingnum að deyja, heldur um það hvernig hann fái að
deyja: annaðhvort í einangrun stofnunar, tengdur við heilmikinn
rafbúnað sem framlengir tímann, eða með sæmilegri reisn, hugsanlega
fáeinum klukkustundum eða sólarhring fyrr en ella.“3 Ef marka má orð
Sigurðar Björnssonar, læknis, er hin siðblinda hlýðni við tækniboðið
nú á undanhaldi:
Fyrir 15-20 árum þegar endurlífgunartæknin kom fram, héldu sumir jafnvel að
endalaust væri hægt að snúa dauðanum frá. En það hefur dregið mjög úr slíkum
aðgerðum. I mörgum tilvikum er dauðinn mjög kærkomin hvíld og eðlilegur
atburður sem við reynum ekki að koma í veg fyrir.4
Sú afstaða sem felst í orðum Sigurðar er ein af forsendum þess að
fólk geti dáið á réttum tíma. I ljósi þess, og með tilliti til þeirrar áherzlu
sem lögð hefur verið á sjálfræði sjúklingsins, verður ekki komizt hjá því
að spyrja hvort hann geti ekki líka átt rétt á því að ráða sinni dauða-
stund. Getur maður, sem er illa kvalinn af ólæknandi sjúkdómi og
ekkert fær líknað nema dauðinn, ekki átt rétt á því að honum sé hjálpað
1 Sbr. David Lamb, Death, Brain Death, and Ethics (London/Sidney:
Croom Helm 1985), s. 95.
2 Dylan Thomas, „Do not go gentle into that good night“, Collected Poems
1934-1952 (London: Everyman’s Library 1952), s. 159.
3 David Lamb, Death, Brain Death, and Ethics, s. 97.
4 „Hringborðsumræður Læknablaðsins V. Appleton yfirlýsingin."
Læknahlaðið 75 (1989), s. 324.