Skírnir - 01.09.1990, Page 66
318
SIGURÐUR ÁRNASON
SKÍRNIR
er hvergi nærri. Frammi fyrir dauðanum eru allir jafnir, og þess vegna
stoðar lítt að sýnast æðrulaus í návist hans. Og hvað er ímynd „sannrar
karlmennsku" annað en andstæða dauðans, leikbúningur okkar til þess
að sýna sjálfstæði okkar gagnvart utanaðkomandi áhrifum, sýna að
„hér er ég og get-allt-og-þarf-enga-hjálp“ ? Slíkir menn virðast óneitan-
lega traustvekjandi. Þeir bera harm sinn í hljóði og sumir leyna ótta
sínum, oft með flóknu kerfi sjálfsaga sem er afleiðing uppeldis og
menningar.
í daglegu lífi er okkur uppálagt að vera garpar og auka við okkur.
Það að minnka við sig er að deyja svolítið - og því fylgir alls ekki sama
virðing og vextinum! Við dáumst mjög að þeim sem geta horfst í augu
við manninn með ljáinn, því æðruleysið er órækur vottur hugrekkis en
það er ásamt visku, heiðarleika og hófsemi, ein frumdyggðanna. (Og líti
nú hver í eigin barm!) Þessir eiginleikar eru taldir til mannkosta í nær
öllum samfélögum manna. Fjöldamörg eru dæmin í Islendingasögum
um garpshátt á dauðastund, enda flestar skrifaðar undir áhrifum af
hetjudýrkun miðalda. Við dáumst að þeim mönnum, sem hafa þessa
eiginleika, af sömu orsökum og forfeður okkar: Við erum óviss um að
við getum brugðist eins við þegar á hólminn er komið, hvað þá þegar
dauðinn er á næsta leiti. A þennan hátt ber nútímamaðurinn á
Vesturlöndum viljandi eða óviljandi að nokkru svip fornra hetja
goðsagnanna: Þeirra hetja sem fóru úr mannheimi til heljar og til
mannheims aftur óskaddaðar.
Þessi hetjudýrkun birtist einnig í goðsögnum: Orfeus sem sækir
Evridísi til undirheima, Ása-Þór og Loki Laufeyjarson sem fara til
heljar að heimta hamarinn góða. Upprisa Krists er því ekki alls kostar
frumleg. Hún er ferð klassískrar hetju yfir landamæri lífs og dauða og
aftur til baka. Enda sprettur hin kristna trú upp úr jarðvegi fjölþættra
trúarbragða.
Flestum trúarbrögðum er það sameiginlegt að þau miða að því að
styrkja trúariðkendur gegn öllu sem ógnar tilveru þeirra. Frá trúar-
brögðunum kemur styrkur til þess að snúast gegn dauðanum og ótt-
anum við hann. Trúarbrögðin leitast m.a. við að gefa svör við spurn-
ingu einsog: Hvernig getur maðurinn borið vitneskjuna um það að
jarðlífið er afmarkað; að dauðinn er vís en framhaldið óvíst?
Flest trúarbrögð eiga það sameiginlegt að geyma hugmyndir um líf
eftir þetta líf. Hindúa- og Búddatrú kenna: Þetta jarðlíf er hégómi, hið