Skírnir - 01.09.1990, Page 67
SKÍRNIR
ÓTTINN VIÐ DAUÐANN
319
æðsta er að sameinast Guðdóminum í Nirvana, algleymi. Dauðinn
verður því í raun ávinningur. Kristin trú kennir að Kristur hafi risið
upp frá dauðum, sigrað Dauðann sem hættir að vera til nema sem hlið,
er hinn kristni maður þarf að fara í gegnum á leið sinni til Guðs,
föðurins á himnum. Boðskapurinn er umfram allt: Þú „deyrð" ekki,
heldur lifir áfram. Trúin verður þannig huggun hinum deyjandi og ást-
vinum hans: „Ég lifi áfram“ og „við missum þig ekki alveg þrátt fyrir
allt“.
En eru hinir trúuðu æðruminni á dauðastund en hinir sem trúlausir
teljast? Vegnar þeim betur í dauðastríðinu? Þessu er erfitt að svara, enda
fáar rannsóknir til um þetta efni. Rannsóknir þær sem til eru benda þó
til þess, að trúarsannfæring vegi þar þyngra en trúarkerfi. Það er að
segja: Það skiptir minna máli hver trúin er en hvaða sess trúin skipar í
lífi þess sem er að deyja. Hins vegar er ljóst að trúaður maður bregst að
ýmsu leyti öðru vísi við í návist dauðans en hinn trúlausi - hann leitar
til Guðs sem hinn trúlausi á ekki. En það er ekki þar með sagt að hinum
trúaða vegni betur - því þegar dauðinn nálgast efast allir, hinir trúuðu
um Guð sinn og hinir trúlausu um lífsskoðun sína. Jafnvel Kristur
efaðist örskotsstund: „Faðir, hví hefur þú yfirgefið mig?“
En Kristur sker sig frá öðrum hetjum í því að hann er læknir, hann
læknar sjúka og lífgar við dána! Þannig lýsir Biflían honum í lifanda lífi
sem andstæðu dauðans, hetju og lækni sem rís uppfrá dauðum. Ef til
vill hefur þetta haft áhrif á goðsögnina um læknislistina og þar með
hetjusæti læknisins: Maðurinn sem bjargar í sífellu mannslífum. Maður
sem kemur með hníf í stað ljás, og læknar en deyðir ekki. Læknar allra
alda hafa með glöðu geði tekið að sér hlutverk hetjunnar, enda hefur
virðing þeirra löngum vaxið í beinu hlutfalli við það hvað þeir hafa
verið duglegir að lækna og röskir að ferðast!
Kannski er þetta ein skýringin á því hvers vegna líknin hefur átt
svona erfitt uppdráttar í nútímalæknisfræði, því líknin er í huga margra
einskonar uppgjöf, tekur við þegar „það er ekkert meir hægt að gera“.
En hetjulæknirinn gefst ekki upp og endurskoðar sjaldan afstöðu sína
(sbr. dæmið um Önnu hér að framan). Kannski er það einmitt þessi
hugsunarháttur sem hefur gert það að verkum að læknar hafa
unnvörpum látið hjúkrunarfólki líknina eftir. Þeir líkjast stundum
ískyggilega Þorgeiri Hávarssyni í því að þeir kjósa fremur járn tækn-
innar en smjör líknarinnar!
21 — Skírnir