Skírnir - 01.09.1990, Page 72
324
SIGURÐUR ÁRNASON
SKÍRNIR
velur, en hvernig hann bregst við í framhaldi þess. Þú berð ábyrgð á
gerðum þínum, hvort sem þú gerir eitthvað að athuguðu máli eða í
hasti, og þér ber þess vegna að taka afleiðingunum. Telja verður líklegt
að ofangreindir þættir báðir hafi haft veruleg áhrif á „kvíða nútíma-
mannsins", og átt þátt í því að menn hafa ýst meira út í það en ella að
afgreiða dauðann með verkfærum tækninnar. Með því hefur nútíma-
manneskjan ýtt óttanum frá sér, í stað þess að umgangast hann einsog
aðra óhjákvæmilega þætti lífsins. Við sjáum augljóst dæmi um ný-
kalviníska tvöfeldni nú á dögum hjá söfnuði hérlendum sem kennir að
sjúkdómar séu refsing Guðs fyrir syndsamlegt líferni. I þessum sama
söfnuði læra menn líka að biðja Guð um að blessa „bisnissinn"!
En óttinn við dauðann verður ekki skýrður eingöngu á menningar-
legum forsendum því hann er eðlilegur hluti náttúrunnar og býr í öllum
skynigæddum lífverum. Og auðvitað er illmögulegt að sýna fram á að
óttinn við dauðann sé uppspretta alls ótta, og alls ekki með rökum nátt-
úrufræðinnar sem er ráðandi í læknislist nútímans. Sumir sálarfræð-
ingar líta svo á að óttinn við dauðann sé hvergi nálægur vegna þess hve
dulinn hann er; þessi „ormur í epli lífsins" einsog óttinn hefur verið
kallaður.
Óttinn við dauðann hefur líka öðru hlutverki að gegna en að kvelja
okkur í jarðlífinu. I hvert skipti sem við hlaupum undan bíl eða
brjáluðum hundi þá er hvatinn sá sami: Ótti, ótti við kvöl og limlest-
ingu, lífhræðsla. Þessi stöðuga árátta okkar að bjarga lífi okkar, er
ekkert annað en afleiðing hræðslunnar við dauðann og þar með verður
dauðinn lífskraftur, hvati og forsenda lífsins. En af því að lífið verður
óbærilegt í skugga stöðugs ótta þá ýtum við dauðanum til hliðar -
sökkvum honum undir yfirborðið einsog hljóðlausum kafbáti sem
kemur á örskotsstundu upp á yfirborðið þegar tilvist okkar er hætta
búin.
Getur þá eitthvað orðið sterkara þessum áhrifamikla ótta við dauð-
ann? Vissulega er það svo. Og er þar kominn óttinn við lífið sjálft er
birtist skýrast í ógæfu sjálfvígamannsins sem velur myrka óvissu
dauðans fram yfir kvöl lífsins. Siðafrasar samfélaganna lýsa þessum
ótta: Betra er að deyja með sæmd en lifa í skömm. Þekkt er dæmið úr
drengskaparheiti Samúrajans japanska: Verði ég til skammar, þá er
heiður að fá að deyja, þá ber mér að deyja.
Þannig verður til þversögn: Hinn stöðugi ótti við dauðann er okkur