Skírnir - 01.09.1990, Síða 75
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
„íslands er þjóð, öll sökkt í blóðCÍ
Tyrkjarán og Spánverjavíg
Dauðastund morðingjans
Það er einungis í ástríðukasti eyðileggingarinnar sem merking guð-
legrar sköpunar kemur í ljós; það er einungis í dauðanum miðjum sem
eldar fyrir nýju lífi. Og minnir á orð heimspekingsins: Frelsið, hrylling-
urinn og dauðinn eru tengd órofa böndum.1
Gisti enginn hjá Gunnbirni sem klæðin hefur góð; ekur hann þeim
í Igultjörn, rennur blóð eftir slóð, og dilla ég þér jóð. Það skein sól í
heiði þegar orðin féllu: Nú eru sólarlitlir dagar, bræður. Var hann
dæmdur til að lemjast með trésleggju til bana og haft lint undir til að
kvölin yrði því meiri: Sjaldan brotnar bein vel á huldu, Ólafur frændi.
Samkvæmt einni heimild skyldi áður leggja á hann stórviðu; og er fyrsta
höggið féll er mælt að hann hafi sagt: Ó, guð! Að öðru leyti viknaði
hann hvorki né kveinkaði sér á meðan bein hans voru brotin. Þegar á
leið sagði konan: Heldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns.
Gegndi hann þá til og mælti: Einn er þó enn eftir og væri hann betur
af. Var höfuðið þá höggvið af búknum. Er sem mig minni að böðullinn
þyrfti að lemja þrjátíu sinnum á háls honum, því svo var sem höggvið
væri í stein og veðraðist öxin öll upp í eggina. En kannski það sé minn-
ing úr annarri sögu. Mælt er að líkið hafi loks verið partað í sundur, og
hlutarnir settir á stangir, en sköp þess skorin af og þeim fleygt í kjöltu
konunnar. Þannig dó alræmdasti morðingi íslandssögunnar, Axlar-
Björn, samkvæmt þjóðsögnum.2 Sennilega er lýsingin orðum aukin, en
1 Vitnað er í Hegel. Sjá J. M. Lo Duca: „Georges Bataille, from afar...“,
inngangur að The Tears of Eros eftir Georges Bataille, San Francisco 1989,
bls. 1-7.
2 Jón Árnason: íslenzkarþjóðsögur og œvintýri. Ný útgáfa II, Reykjavík
MCMLXI, bls. 116-120; Ölafur Davíðsson: íslenzkarþjóðsögur I, Akur-
eyri MCMXLV, bls. 231-236.
Skírnir 164. ár (haust 1990)