Skírnir - 01.09.1990, Qupperneq 76
328
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
það skiptir ekki máli hér. Það sem vekur athygli framar öðru er kyrrð
hins dæmda; hann heldur æðruleysi sínu og hugarró þótt sársaukinn
hljóti að vera óbærilegur. Það er eins og hann tilheyri ekki sundur-
slegnum líkama sínum, hálfur í heimi, hálfur úr heimi, þessi sólarlausi
maður. Við vitum ekki hvað honum bjó í huga á dauðastundinni - en
það má gera sér svip hans í hugarlund. Kannski birtist hann okkur í
ljósmynd sem tekin var af hroðalegri aftöku í Kína árið 1905. A mynd-
inni er fórnarlambið bundið við staur, handleggir þess hafa verið
höggnir af, og hold rifið af bringu. Við fætur hins dæmda krýpur mað-
ur og klýfur sundur annan fótlegg hans með saxi. Umhverfis aftöku-
bjálkann stendur þyrping áhorfenda og fylgist með af innfjálgri athygli.
Það er varla hægt að hugsa sér hræðilegri mynd; þetta er hámark hryll-
ingsins. Samt býr í henni einkennileg dulúðug fegurð sé vel að gáð; það
er eins og ásjóna hins dæmda sé ættuð úr annarri mynd, helgimynd, því
hún er með upphöfnum svip dýrlingsins; það er eins og sársaukinn hafi
ummyndast í eitthvað annað, algleymi, ólýsanlega nautn, augnaráðið er
fjarrænt, óttalaust. Heimildir herma að hinum dauðadæmdu hafi verið
gefið ópíum í Kína. Það breytir þó ekki merkingu myndarinnar að mati
Georges Batailles er birti hana í síðustu bók sinni, Tárum Erosar, 1956.
Segist hann hafa átt myndina frá 1934 þá hann var 27 ára að aldri. Alla
tíð síðan hafði hún fylgt honum, þessi mynd óhugsanlegs sársauka sem
í senn virðist vera óbærilegur og uppljómaður. Hann veltir því fyrir sér
hvernig Sade markgreifi hefði brugðist við myndinni, en hann íhugaði
fullkominn sársauka, líkamlega sundrun, nótt sem nýtan dag. Einhvern
veginn, ritar Bataille, hefur Sade haft þessa mynd fyrir hugskotssjónum
þótt aldrei yrði hann sjálfur vitni að slíkri tortímingu.1
Það var fyrst árið 1938 að Bataille skildi myndina til fulls, en þá hafði
hann kynnst austrænni hugrækt. Eg varð svo frá mér numinn að það
líktist algleymi, ritar hann; þetta ofbeldi - og jafnvel á þessari stundu get
ég ekki ímyndað mér það brjálæðislegra - þetta ofbeldi fól í sér algera
andhverfu sína; ég varð sem steini lostinn. I lífi flestra manna eru
algleymi og hryllingur, nautn og sársauki andstæð skaut er eiga ekkert
sameiginlegt; Bataille var öðru vísi farið. Það sem mér varð skyndilega
ljóst, ritar hann, hneppti mig í angistarfjötra, en leysti mig um leið
undan beygnum; andhverfur runnu saman, guðlegt algleymi og ógur-
1 Georges Bataille, 1989, bls. 204-207.