Skírnir - 01.09.1990, Síða 77
SKÍRNIR
.ÍSLANDS ER ÞJÓÐ, ÖLL SÖKKT í BLÓÐ'
329
legur hryllingur. Það er þessi reynsla sem liggur gjörvallri heimspeki
Batailles til grundvallar. Að hans dómi býr sannleikur lífsins í samsemd
hins trúarlega og hryllilega, samslætti fullkominna andstæðna. Kín-
verska ljósmyndin sannfærði hann um, að dulúð dauðastundarinnar
fælist í samruna efstu nautnar og dýpstu kvalar. Fórnarlambið er statt
við þröskuld eilífðarinnar; það hefur upplifað sársauka er einungis
getur leitt til fullkominnar sælu eða algers vitundarleysis.
Við vitum ekki hvort Axlar-Björn er í þessari ljósmynd, en það má
leiða að því getum. Og það er meira blóð í kúnni. Samkvæmt þjóð-
trúnni var lífshlaup hans bundið ákvæðum frá upphafi. Sagt er að sett
hafi mikinn fáleika að móður hans, er hann var enn í móðurkviði;
fannst henni hún ekki geta komist af nema hún bergði mannsblóði.
Barðist hún lengi við þessa þrá án þess að nokkur vissi, uns hún
ljóstraði henni upp við mann sinn. Mátti hann ekkert móti henni láta,
vökvaði sér blóð á fæti og lét hana bergja. Brá þá svo við að henni barst
í drauma ýmis óhæfa sem ekki er nánar greint frá. Gat hún þess við
vinnukonu sína að barnið mundi verða frábrugðið öðrum mönnum;
gott ef það yrði ekki einhver óskapaskepna. Urðu það orð að sönnu:
barnið varð að hrollvekju í mannsmynd, sólarlausu skrímsli,
fjöldamorðingja. Lýsing blóðsins er mikilvæg í þessu samhengi, því að
í V. Mósebók (12, 23-5) stendur skrifað: „En þó skalt þú varast það
grandgæfilega, að neyta blóðsins, því að blóðið er lífið, og þú skalt ekki
eta lífið með kjötinu.“ Blóðið tengdist andstæðum merkingarsviðum í
vitund kristinna manna; það var hreint og óhreint í senn, heilagt og
saurugt. Vanhelgun þess táknaði að rofin hefðu verið heilög vébönd;
vanhelgað blóð fylgdi hinum sauruga. Gott dæmi um þetta viðhorf er
lýsingTyrkjaránsins. Samkvæmt einni heimild höfðu ræningjarnir á sér
flöskur með mannablóði, er þeir drukku til að herða blóðþorsta sinn.1
Þeim er lýst sem blóðmorðingjum, blóðhundum, er „gátu sig aldrei fylit
í blóði saklausra“, óseðjanlegir blóðgirndar2; þetta voru vampýrur í
mannsmynd, eins og síðar getur.
Hið sama má segja um Axlar-Björn. í vitund alþýðu var hann blóð-
suga, jafnvel mannæta. Slíkar hugmyndir blunda að minnsta kosti í frá-
sögnum hennar. Þess er hvergi getið að Björn hafi gert samning við
1 Tyrkjaránið á Islandi 1627. Sögurit IV, Sögufélag gaf út, Reykjavík
1906-09, bls. 357.
2 Sama rit, bls. 37