Skírnir - 01.09.1990, Page 78
330
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Myrkrahöfðingjann, líkt og Sveinn skotti, sonur hans, síðar. Hins vegar
er frá því sagt að ókunnugur maður hafi komið til hans í draumi og
boðið honum ketbita á diski. Át Björn átján bita og þótti hver öðrum
lostætari, en við hinn nítjánda varð honum óglatt og hætti við svo búið.
I einni gerð þessarar sagnar er þess getið að þetta hafi verið mannaket.
Vísaði tala bitanna á fjölda þeirra sem Björn kom síðar fyrir kattarnef.
Ennfremur er frá því greint að draummaðurinn hafi vísað Birni á öxina
er hann framdi ódæðisverk sín með. Af þessu er ljóst að Björn myrti
ekki aðeins til fjár að mati manna; hann var háður bölvun blóðsins,
morðið var djöfulleg útrás, spennulosun, öfugsnúin nautn blóðsug-
unnar; það sést inn um gáttir vítis.
Georges Bataille reyndi allt sitt líf að færa dauðastundina í orð. Að
sjálfsögðu var það ómögulegt verkefni, því það er einungis getgáta að
hún feli í sér fullkomna lausn, algleymi, samruna mótsagna. En Bataille
var heillaður af þessari andrá er hann lýsti oft á litríkan og myndrænan
hátt; hún vakti fremur athygli hans en dauðinn sem slíkur. Rit hans eru
af þessum sökum full af pyntuðum, þjáðum manneskjum í andar-
slitrum. I svip þessa fólks greindi hann sannleika mannsins: að líf hans
væri samleikur sjálfskvalar og kvalalosta, trúar og kynlífs, hryllings og
nautnar. Og það býr morðingi í hvers manns brjósti; sérhver hefur sinn
djöful að draga. Að dómi Batailles varpar algleymi hins dauðadæmda
ljósi á reynslu böðulsins, sadistans. Bæði morðinginn og hinn myrti
upplifa einhvers konar spennulausn, frelsi úr fjötrum. Kannski lykilinn
að þessari reynslu sé að finna í kenningu Freuds um óreiðuhneigð
mannsins. Að mati hans er hún djúpstæðust allra eðlishvata og ein-
kennist af hneigð til lífeðlisfræðilegrar óreiðu, fullkomins glundroða.1
Óreiðuþráin hefur fengið nokkra útrás í bókmenntalegum hug-
leikjum eða fantasíum, einkum hrollvekjum. Ljósasta dæmið er senni-
lega að finna í textum franska rithöfundarins Donatien-Alphonse-
Francois de Sade (1740-1814), en hann dreymdi um samruna ólíkra
forma, misleita, óreiðukennda einingu, þar sem ekki væri unnt að
greina milli kynja eða tegunda, sjálfs og umhverfis, lífs og dauða. Hann
hataðist við þau kennimörk sem hugsun okkar og menning eru reist á
- ekki síst þau sem greina að karl og konu, mann og dýr. Menn áttu að
laga sig að síbylju náttúrunnar, orkuflæði hennar, sem gerir allar
1 Sjá t.d. Rosemary lackson: Fantasy: The Literature of Subversion, London
1981, bls. 72-82.