Skírnir - 01.09.1990, Síða 80
332
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
skipan andstæðna. - En hvað kemur þetta Axlar-Birni við? Jú - þessi
óreiðuskynjun, upplausn allra forma, kennd dýpri raunveruleika, er ef
til vill uppspretta að algleymi morðingjans, morðlosta hans, og þá ekki
síður - nautn fórnarlambsins.
Hér á eftir verður fjallað um texta frá sautjándu öld er lýsa veruleika
morðs og dauða, hver á sinn hátt. Þessir textar minna að ýmsu leyti á
verk Sades og hryllingslist nútímans; lýst er fólki sem stígur inn í heim
óreiðu og saurgunar, þar sem öfugsnúnar hvatir ráða ríkjum og full-
komið stjórnleysi. Þetta er heimur fjöldamorðingjanna Jacks the Ripper
og Teds Bundys sem verið hafa til á öllum tímum; við rekumst jafnvel
á þá meðal vestfirskra bænda á sautjándu öld. Athæfi þeirra var ein-
ungis túlkað á annan hátt; það var hluti af öðru „textasamhengi“ en því
sem nú ríkir.
Sautjánda öldin og hin tuttugasta eiga ýmislegt sameiginlegt, þótt
tjáningarháttur og hugarfar séu með ólíku móti. Það sem þá þótti
skynsamlegt er nú iðulega kennt við sturlun og hjátrú. Við hugsum
með öðrum hætti, tilfinninganæmi okkar er að nokkru leyti annað.
Engu að síður er margt skylt. Á þessum öldum er eins og lostinn og
grimmdin leysist úr læðingi hugmyndakerfa, viðtekin heimsskipan
riðlast, jafnvægi brestur og sálsýkiskennd orðræða ryður sér til rúms.
Jafnframt tekur hið óhugnanlega á sig magnaðri mynd en nokkru öðru
sinni í evrópskri sögu. Myndmálið er að auki hið sama að miklu leyti,
þótt túlkun þess sé með öðrum hætti. Það verður ljóst séu bókmenntir
sautjándu aldar bornar saman við hrollvekjulist okkar tíma:
íslands er þjóð
öll sökkt í blóð,
brxðin guðs hér
bryddir á sér,
hefnd með sér hefir stranga.1
Þannig orti ónafngreint skáld í kvæði er nefnist „Harmagrátur yfir
þeim þungu ósköpum, sem til féllu á íslandi, anno 1627,“ ári Tyrkja-
ránsins. Nú eru liðin 363 ár frá því að kvæðið var ort, og margt hefur
breyst sem að líkum lætur. Reynsla mannsins er þó í eðli sínu hin sama
og áður var - sumt breytist aldrei. Þannig skiptir öldin ekki máli þegar
kemur að dauðastundinni; hún er einhvern veginn aldurslaus, sam-
1 Tyrkjaránið á Islandi 1627, bls. VII.