Skírnir - 01.09.1990, Page 82
334
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Skynsemin og ofbeldið
Eftirfarandi tveir textar eiga margt sameiginlegt þó að lýst sé óskyldum
atburðum; báðir fjalla þeir um árásina á holdið, morðið, hryllinginn -
og hláturinn:
Hönum var síðan til lands fleytt og að öllu afklæddur. Þar var prestur vor
viðstaddur og segir sér vera minnilegt bæði hreysti hans og so harðleg
hermanna atferð. Þegar hans búkur lá nú alnakinn í loft upp, en hann rumdi
við og lygndi augunum, stakk einn inn hjá bringspölunum ristandi svo í rykk
einum í sköp niður, en maðurinn hafði harðlegana viðkippzt, hrokkið saman
og komizt uppá fjórar fætur. Voru þá innyflin út úr krofinu, sem von var, og
var það hans síðarsta hræring. Hermenn hlógu þá og settu háð að. Margir
höfðu að þust að sjá innan manninn, en blóð það bannaði. Síðan var Marteins
krof fram flutt og niður í djúp sökkt.1
Eina kvensnipt fundu þeir á fjallinu. Hún hljóp alt hvað aftók og þeir á eptir.
Þetta gekk svo þar til hún í þeim miklu ósköpum fæddi, eða réttara að segja
varð laus við sitt fóstur, sem datt þar dautt niður. Datt hún svo einninn niður
dauð. Lá svo hvort um sig þar dautt eptir. Þetta hjuggu þeir blygðunarlausu
Tyrkjar í sundur sér til skemtunar.2
í báðum þessum textum er gengið eins langt í niðurlægingu mann-
eskjunnar og hugsast getur. Lýst er mismunandi atburðum: Spánverja-
vígunum á Vestfjörðum 1615 ogTyrkjaráninu í Vestmannaeyjum 1627.
Engu að síður tengjast textarnir náið innan „textasamhengis" sautjándu
aldar. í báðum tilvikum er fjallað um flekkun eða vanhelgun, hrun
forboða, hamslausa tortímingu; heimur vinnu og skynsemi víkur fyrir
heimi ofbeldis og saurgunar. Textarnir spegla að vissu leyti hvor annan:
böðlar hins fyrri eru fórnarlömb hins síðari, ef svo má að orði komast.
Og tvöfeldni manneskjunnar kemur í ljós; ósk og ofboð fléttast á
kynlegan hátt saman við ofbeldið - lostaþrunginn hlátur og skelfilegt
kvein. Smábóndi eða sjóræningi, íslendingur eða Tyrki - viðbrögð
þeirra eru hin sömu; hvorir tveggju hafa sogast inn í heim þar sem gilda
1 Spánverjavígin 1615. Sönn frásaga eftir Jón Guðmundsson lærða og Vík-
inga rímur. Jónas Kristjánsson bjó til prentunar, Hið íslenzka fræðafélag,
Kaupmannahöfn 1950, bls. 24-5.
2 Tyrkjaránið á Islandi 1627, bls. 83H.