Skírnir - 01.09.1990, Síða 83
SKÍRNIR
.ÍSLANDS ER ÞJÓÐ, ÖLL SÖKKT í BLÓÐ'
335
engar reglur. Athæfi Tyrkjans vakti óhug hérlendis langt fram á
nítjándu öld; verknaður Islendingsins var hins vegar réttlættur, þótt
hann væri af sama tagi. í báðum tilvikum stíga menn yfir þröskuld hins
hugsanlega; handan hans er eins og allt sé leyfilegt - það er hlegið í
hryllingnum miðjum, andstæðar hneigðir falla saman í martröð er líkist
hömlulausu svalli, blóðveislu; kennimörk daglega lífsins eru horfin.
Maðurinn hefur alla tíð lifað í tveimur heimum, að mati Georges
Bataille, heimum skynsemi og ofbeldis, vinnu og þrár, forboðs og
helgibrots. Hann tilheyrir báðum þessum heimum, nauðugur viljugur;
líf hans allt er háð tvíleik þeirra og togstreitu.1
Heimur vinnu og skynsemi er grundvöllur samlífs og samfélags.
Samt er eins og við lifum aðeins hálf innan hans. Þannig er hlýðni okkar
við boð skynseminnar takmörk sett, og vinnan heimtir aðeins hluta af
tíma hvers og eins. Maðurinn hefur komið sér upp rökrænum heimi af
eigin rammleik, en innra með honum kvikar ótamið afl sem brotist
getur fram við ákveðnar aðstæður, líkt og eldflóð upp úr hraunstorku.
Þetta er einhvers konar ofgnótt sem ekki verður skilgreind til hlítar, og
birtist yfirleitt í formi ofbeldis.
Vinnan útheimtir skipulega og markvissa breytni. Hún heldur
ofgnóttinni í skefjum og heitir mönnum launum í fylling tímans, hagi
þeir sér skynsamlega og af forsjálni. Jafnframt er ofbeldið útilokað með
alls konar bönnum er einkum tengjast kynferði og dauða. Að mati
Batailles liggja þessi forboð mannfélaginu til grundvallar. An þeirra
væri það ekki sá vinnuheimur sem það í eðli sínu er.2
Vinnan hefur í raun haft heilaga merkingu frá örófi alda.3 Hún hefur
varið manninn og borg hans gegn ofbeldi náttúrunnar, og um leið haft
hemil á hans eigin ofbeldi. Þessa þýðingu vinnunnar má bæði lesa úr
eldfornum helgisiðum og lagabálkum seinni tíma. Þannig átti and-
spyrna konungsvaldsins gegn flakki og lausamennsku hérlendis sér
öðru fremur siðferðilega orsök. A sautjándu og átjándu öld var því
trúað að örbirgð og óáran ættu sér orsök í almennu agaleysi, hyskni og
lausung, saurlífi iðjuleysingja sem ekki virtu hið mikla lögmál vinn-
1 Georges Bataille: Eroticism, þýð. Mary Dalwood, London 1987, bls. 40 og
víðar.
2 Sama rit, bls. 41 og víðar.
3 Sjá annars um vinnuna Stefán Ólafsson: „Vinnan og menningin", Skírnir,
vorhefti 1990, bls. 99-124.
22 — Skírnir