Skírnir - 01.09.1990, Síða 84
336
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
unnar. Með hörðum lögum við „lausgengi“ var reynt að halda mann-
félaginu saman. Um leið spegluðu þau siðferðilega nauðsyn í heimi, þar
sem blóðugt strit fól í sér þunga lögmáls, enda segir í Biblíunni: „Með
erfiði skalt þú þig af henni [jörðinni] næra alla þína lífdaga. Þyrna og
þistla skal hún bera þér, og þú skalt eta jurtir merkurinnar. I sveita
andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til
jarðarinnar“ (Genesis 3, 17-19).
Hugmyndaheimi þessara tíma má lýsa á eftirfarandi hátt: Náttúran
sem slík neyðir ekki manninn til að slíta lífi sínu út við stöðugt strit;
hún á ekki sök á því þótt landið blási upp og verði ófrjósamt, þótt grös
falli um mitt sumar og þistlar vaxi í stað jurta. Ástæðan er fólgin í vinnu
eða vinnuleysi hins fallna manns, og boðinu: I sveita þíns andlitis...
Einungis kristilegt strit getur, ef Guði þóknast, leyst manninn undan
bölvuninni. Hann getur ekki búist við því að vinnan skapi honum auð
og velmegun til lengdar, því að - þyrna og þistla skal jörðin bera þér;
góðæri tekur ávallt enda, auður fer forgörðum, o.s.frv. Með öðrum
orðum: Stritið færir manninum ekki trúnað og velvild náttúrunnar,
landið er ekki skyldugt að svara þörfum hans; það er vilji Guðs sem
öllu ræður - og bölvunin er enn við lýði.
Iðjuleysið er höfuðlöstur í heimi þyrna og þistla, þar sem öllum er
boðið að vinna hörðum höndum fyrir daglegu brauði sínu. Sá sem „af
leti hjálpar sér með iðjuleysi og vill ekki stunda, hvorki upp á nokkurt
ærlegt handverk, fiskifang né önnur meðöl, sem þjóna til þeirra næring-
ar og bjargar,“ eins og segir í bréfi frá Kristjáni konungi fjórða,1 hann
óhlýðnast boði Ritningarinnar og ögrar Guði, hann rís gegn skipulagi
hins fallna heims og þyngir með því bölvun almúgans. í þessu ljósi ber
að skilja harðneskju valdsmanna við örbjarga flökkulýð á sautjándu og
átjándu. Henni var ekki aðeins ætlað að verja eignarrétt og ríkjandi
stéttakerfi, heldur lífið sem slíkt, líf mannsins í föllnum heimi.
Þessi hugmyndafræði tengdist goðsögulegri nýsköpun sem nauð-
synlegt er að skoða í sögulegu samhengi. Kirsten Hastrup hefur bent
á að menningin skilgreini ávallt sjálfa sig í andstöðu við eitthvað annað,
við „anderledeshed“, sem hún getur greint sig frá.2 Sjálfstæð merkinga-
sköpun er henni nauðsynleg. Að öðrum kosti er hætt við að hún renni
saman við merkingarleysu og glati sjálfsmynd sinni. Eftir kristnitökuna
1 Alþingisbakur IV, bls. 500.
2 Kirsten Hastrup: „Entropisk elegi,“ Stofskifte 12, 1985, bls. 45-59.