Skírnir - 01.09.1990, Síða 87
SKÍRNIR „ÍSLANDS ER ÞJÓÐ, ÖLL SÖKKT í BLÓÐ'
339
greindur ótti liggur að baki forboðum sem í ýmsum tilfellum eru ill-
skiljanleg nútímafólki, enda hafa misleitar hugmyndir runnið saman:
hræðsla við sameiginleg örlög, líkamlega smitun, orku hins dauða. Að
vísu má finna náttúrlega skýringu á sumum þessara banna. Menn hafa
litið á náinn sem fórnarlamb ofbeldis, og leitast við að verja hann fyrir
enn frekara ofbeldi með greftrun og ýmiskonar helgisiðum. Slík skýr-
ing nær þó skammt því að skelfingin virðist iðulega hafa stj órnað athöfn-
um manna, skelfingin gagnvart líkinu sem fyrirbæri. Þótt líkið væri
hreyfingarlaust var það kvikur veruleiki í huga fólks; sjálf návist þess
bjó yfir dularfullum krafti. Það var ímynd ofbeldis er losnað hafði úr
læðingi og ógnaði mannlegu skipulagi; lífinu stóð ógn af eyðileggingu
þess.
Hér var um órökrænt hugsunarferli að ræða, enda kallar reynsla
dauðans á annan hugsunarhátt en ríkir í daglegu lífi. Rökræn hugsun
ræður ekki við reynslu sem er í fullkominni andstöðu við heim vinnu
og skynsemi. Einungis táknræn eða mýþísk hugsun getur „náð utan
um“ hana. Menn hafa grafið lík hinna dauðu frá örófi alda og varist
með þeim hætti illri orku eða smitun, sem virðist yfirleitt vera tengd
upplausn holdsins, rotnuninni sem slíkri, enda er líffræðileg óreiða ugg-
vænleg í heimi þar sem eitt getur varpað dauða sínum á annað. Það fer
ekki hjá því að óreiðan smiti allan heiminn um síðir, ef ekki er brugðist
til varnar. I þessu ljósi er hræðslan við líkið skiljanleg; rotnunin gat
breiðst út, a.m.k. í óeiginlegri merkingu; af þeim sökum varð að afmá
merki ofbeldisins. Við trúum ekki lengur á þetta smitnæmi - ekki í orði
kveðnu, en hver hrekkur ekki í kút yfir dauðu holdi útskriðnu af
maðki? Slík sjón framkallar yfirleitt uggblandinn viðbjóð hjá áhorf-
andanum, ósjálfráða hreyfingu; hann getur ekki haft stjórn á viðbragði
sínu, það er eins og hann öðlist nýja sýn: að líkamlegt form hans er í
raun efnislegt kaos. Áður fyrr var margslungnum bönnum ætlað að
koma í veg fyrir slíka reynslu - menn óttuðust hana, ekki að ástæðu-
lausu. Sigmund Freud taldi að þessum bönnum hefði verið stefnt gegn
dulvitaðri snertiþörf. Georges Bataille hafnar þeirri hugmynd og bendir
á að löngun í líkamlegt samneyti hafi varla verið meiri til forna en nú
á dögum; hinn dauði hafi alla tíð vakið ómótstæðilegan hrylling öðru
fremur. Sá hrollur getur aðeins vakið eina ósk, ritar Bataille, morðlosta,
þrá til að drepa.1 Þú horfist í augu við heim stjórnlausrar óreiðu, og
1 Georges Bataille, 1987, bls. 47, 64.