Skírnir - 01.09.1990, Síða 89
SKÍRNIR „ÍSLANDS ER ÞJÓÐ, ÖLL SÖKKT í BLÓГ 341
Spánverjavígin 1615
Hermenn blógu þá og settu báð að... Voru þá innyflin út úr krofinu,
sem var... I þessum skelfilega hlátri er eins og manneskjan hafi að end-
ingu sagt skilið við skynsemina og siðgæðið; þetta er krampakenndur
hlátur, sem rís úr djúpinu, afgrunni óskapnaðarins. Við skynjum með
óljósum hætti leyndardómsfullan skyldleika hryllings og nautnar, sárs-
auka og sælu, og þegar allt kemur til alls: erótíkur og dauða. Þverstæður
leysast upp og falla saman, - sturlaður hlátur, trylltur grátur, ofsa-
fenginn unaður, ægileg kvöl; eða með orðum Georgs Bataille: sjálfið
sveiflast frá skynrænni nautn, frá sturlun til hryllings án takmarka1;
útlínur kvika og hverfa, eitt snýst í annað, og andhverfur leysast upp.
Við hendum ekki lengur reiður á grundvallarhugtökum okkar: rétt eða
rangt? - gott eða illt? - regla eða öngþveiti?
Sade markgreifi tengdi sársauka við skynræna nautn, eins og kunn-
ugt er. Hann þekkti Gilles de Rais, eins og Bataille drepur á í Tárum
Erosar, og mat hann mikils fyrir eitilhörku og tilfinningaleysi. Gilles de
Rais: blóð, veisla, blóðveisla. Hann var uppi á fimmtándu öld og
„þjáðist" af ómótstæðilegum blóðþorsta, baematómaníu; sveifst einskis
ef sá gállinn var á honum, hlaut viðurnefnið „svarti baróninn." Hann
hélt ofsafengnar svallveislur, þar sem konum og drengjum var fórnað
á altari Satans. Fólust helgisiðirnir m.a. í því, að innyfli voru dregin úr
lifandi börnum og blóð þeirra drukkið. Þegar börnin voru loksins
dauð, ritar Sade markgreifi, valdi baróninn þau sem fegursta limina
höfðu; lét hann aðstoðarfólk sitt flaka þau og naut þess síðan að
grandskoða blóðug líffærin. Oft settist hann á kvið þeirra sem voru í
andarslitrunum og naut dauðdaga þeirra með slíkum hætti, - og hann
bló, þau blógu öll þrjú, baróninn og aðstoðarfólk hans, Corrillaut og
Harriet. Kannski er það skelfilegast af öllu, að hlátur þeirra lýsti ekki
ómennsku, ómeðvituðu frumskógarflökti, heldur reis hann upp úr
ofbeldi sem átti sér vitsmunalegt markmið, ofbeldi sem var skipulagt,
meðvitað helgibrot.
Heilagt eða saurugt? Sá sem neytir blóðs kallar ógæfu yfir sjálfan sig
1 Georges Bataille, 1989, bls. 20.