Skírnir - 01.09.1990, Side 92
344
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
þagga niður í honum. í „Spönsku vísum“ er dregin fjöður yfir ofbeldið
og hlutur Spánverja gerður eins illur og hugsanlegt er. Þær eru einnig
varnarskjal að sínu leyti; reynt er að réttlæta manndrápin og sýna fram
á lögmæti þeirra, jafnframt því sem lagt er til Jóns:
Og ef það mæla menn með sér,
að mundi ei rétt tilgánga
líflát það í landi hér,
sem leið ránsþjóðin stránga,
þeir gera sér grunsemd ránga.
Það skal vitna þessi skrá
að þeirra breytni dæmt hefir þá
rétt dauðans fánga.1
Þegar yfir lauk hafði 31 hvalveiðimaður týnt lífinu - í Dýrafirði, Æðey
í Djúpi og á Sandeyri á Snæfjallaströnd. Það er deginum ljósara að
drápin í Dýrafirði voru ólögmæt með öllu; þá hófust náttvíg Islands
sem aðrir breyttu síðan eftir, segir í Fjölmóði.2 Þetta voru aftökur án
dóms og laga því að enginn dómur gekk um Spánverja fyrr en að þeim
loknum. Samkvæmt Súðavíkurdómi sem Ari sýslumaður í Ogri,
höfðingi Vestfirðinga, efndi til, voru allir skipbrotsmennirnir lýstir rétt-
dræpir óbótamenn. Hefur dómurinn sennilega stuðst við konungsbréf
sem gefið var út vorið á undan, 30. apríl 1615, en því var stefnt gegn
ránum og yfirgangi erlendra hvalveiðimanna við ísland. Þar er kveðið
á um að landsmenn megi „leggja þá að velli með hverju móti og á hvern
hátt sem vera skal.“3 Bréf þetta náði að sjálfsögðu aðeins til útlendinga
sem gerst höfðu sekir um ofbeldisverk. I dómi Ara eru hins vegar allir
lagðir að jöfnu, gengið er alltof langt; hér var um bjargþrota skip-
brotsmenn að ræða.
Sönn frásögn er einstakt verk í bókmenntum sautjándu aldar; sak-
lausir menn eru vegnir með svívirðilegum hætti, varnarlitlir að nætur-
þeli, grið eru rofin og níðst á líkum. Aðfarir Vestfirðinga einkennast af
tryllingslegu ofbeldi, blindri slátrun; líkama fórnarlambsins er breytt í
kjöt sem skorið er sundur, kjöt án mennsku, dýrslega verund. Með
1 Ólafur Davíðsson: „Víg Spánverja á Vestfjörðum 1615“ og „Spönsku vísur
eptir séra Ólaf á Söndum,“ Tímarit hins íslenzka hókmenntafjelags,
Reykjavík 1895, bls. 151.
2 „Fjölmóður", 1916, bls. 48.
3 Ólafur Davíðsson, 1895, bls. 96.