Skírnir - 01.09.1990, Síða 93
SKÍRNIR
.ÍSLANDS ER ÞJÓÐ, ÖLL SÖKKT í BLÓÐ'
345
athöfnum sínum brjóta þeir ginnheilög boð er tengjast líkama manns-
ins; ofsafengnu ofbeldi náttúrunnar er hleypt lausu með fulltingi þeirra.
Athyglisvert er að Ari sýslumaður missir tökin á atburðarásinni eftir að
hryðjuverkin hefjast. Hann veitir Marteini skipstjóra grið, en „herinn
var möglandi í mót með mikilli grimmd, þar til einn hljóp að með öxi
stóra..morðlostinn þekkir sér engin takmörk. Að vígunum loknum
svívirða menn líkin með ýmsum hætti, eins og fyrr getur, en slá að því
loknu upp hátíð; var „dansað og drukkið mjög (vel) glatt af víni
þeirra,“1 2 þ.e. skipbrotsmanna.
Þetta hryðjuverk er eins og leikur; menn hlæja og skemmta sér,
setjast að veisluborði, líkt og hrafnar að hræjum. Þetta er blóðveisla þar
sem leyndar hvatir fá útrás: maðurinn ræðst að eigin veruleika með hníf
að vopni, hörund líkamans er tætt sundur og sérkenni mennskunnar
sniðin af - mennsku og lífrænu holdi er turnað í líflaust og ómennskt
kjöt. Hörundið varðveitir líkamann, hið mannlega form; það dylur
dýrið hið innra sem kemur í ljós um leið og hörundið rofnar. Án
hörunds er líkaminn ekki annað en blóðugt kjötstykki. Af hverju hafa
menn sóst eftir þessu - að brytja náunga sína í kjötspað, svipta þá
mennsku sinni? I hverju er munúð þess fólgin? Hér virðist vera um að
ræða þörf sem fylgt hefur mannkyninu frá aldaöðli, og birtist í af-
tökum, pyndingum, styrjöldum. I herferð Vestfirðinga breytast
guðhræddir stritmenn í ófreskjur á einu andartaki. Þeim nægir ekki að
taka fórnarlömb sín af lífi, heldur er reynt að svipta þau mannsmynd
með öllu - allt í einhverjum tryllingslosta. Hvernig má skýra athafnir
þeirra? Fela þær kannski í sér ómeðvitaða uppreisn?
Dauðinn er ávallt ofbeldisfull ummyndun: manni er breytt í dautt
efni án þess að hann fái nokkru ráðið. Dauðinn er glæpur; náttúran er
morðingi. Með athöfn sinni líkir böðullinn eftir náttúrunni, eða öllu
heldur, tekur að sér hlutverk hennar; hann sameinast hinu dauða efni
án þess að gefast því á vald, hefur sig yfir eigin veruleika, verður
ómennskur um stundarsakir. Hlutskipti fórnarlambsins er að afhjúpa
lögmál efnisins - að allt hold getur breyst í einni svipan í kjöt, - og um
leið að böðullinn hefur vald yfir þessu lögmáli, að hann er lögmálið.
Kannski munúðarlosti böðulsins tengist þessu ímyndaða, fáránlega
frelsi.
1 Spánverjavígin 1615, bls. 23.
2 Sama rit, bls. 28.