Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 94
346
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
í „Spönsku vísum“ er atburðunum lýst sem átökum góðs og ills. Ari
sýslumaður er lausnarhetja í gömlum stíl, sem leysir samfélag sitt undan
harðþjökun illskulýðs, fjandmanna Guðs, er valdið hefur djöfullegri
ringulreið: „Burgeis ríkur bjó sig þá,/bæði af dygð og hreysti,/undir-
gefnum frelsi að fá,/fólk svo úr vanda leysti" (51. er.). Hann frelsar
almúgann úr fjötrum Ijótrar óþjóðar - ránsvíkinga sem lærðir eru á
„þjófasið” og virða ekki lögmál vinnunnar, heldur kreista fólk með
kúgun, hernaði og gripdeildum. Þessi illa þjóð beiðist ekki brauðs
heldur stelur af örþrota fólki og ógnar afkomu fátækra manna; hún
vinnur skaða með list og slægðum, full af „þanka reiðum,“ lostafengin
og harðhjörtuð. Þó að skip þeirra brotni er eins og þeir eflist í illsku
sinni: „Gírugir höfðu’ og girnd á því,/sem gagnsemd eingin var þeim í/
né nokkur gæði“ (16. er.). Hið eina markmið þeirra er að auka raunir
almúgans, „fjandlegt höfðu æði“; eyðileggingarhvöt þeirra er hamslaus
og marklaus, enda eru þeir „í göldrum ærir.“ Það er einungis náð
Drottins að þakka að hryðjuverkin verða ekki verri, að „líf og æru létu
þeir kyrt“ (26. er.), því að hann dregur úr þeim allan dug.
Skipbrotsmennirnir eru liðsmenn Satans, að mati séra Ólafs, af-
sprengi illsku og óreiðu. Túlkun hans dregur dám af helgisögu: hið
kristna samfélag á í höggi við djöfullegt tortímingarafl sem jafngilt er
stórsóttum og náttúruhamförum. Spánverjarnir eru óhamin illska í
mannsmynd, að hans dómi. Vestfirðingar njóta hins vegar verndar
Drottins. Það er hann sem brýtur skip Spánverja - „skaparinn gjörði þá
skipbrotsmenn“ (21. er.) - og hefnir meingjörða þeirra. Samskonar
helgisnið má greina í Sannri frásögu, en með andstæðum forteiknum.
í henni á óreiðan upptök sín í framferði íslendinga, óheiðarleika þeirra,
græðgi og ofstopa. Sniðið er enn ljósara í Fjölmóði þar sem lands-
mönnum er lýst sem „heimskum þrælum" er stela frá spönskum og
rægja þá við Ara, sem leggur trúnað á illmælið. Samkvæmt þessum
textum eru leifar skipbrotsmanna fluttar á sjó fram eða þeim varpað
fyrir björg. Það virðist vera litið á náina sem saurgunartákn er má verði
af jörðu, en í raun býr saurgunin í líkama morðingjanna, enda urðu
sumir þeirra ógæfumenn að sögn höfundar - allt þeirra fé fór forgörð-
um.1 Blóðið varð þó ekki þvegið af samfélaginu með því að steypa
líkum hinna myrtu í hafið. Einhvers konar frumregla hafði brostið.
1 „Fjölmóður", 1916, bls. 48.