Skírnir - 01.09.1990, Page 96
348
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
læðingi; hið eina sem getur haldið þeim í skefjum er órökrænn hams-
laus ótti, því að ofbeldishneigðin er mun öflugri í manneskjunni, en
skynsemi eða forsjálni. Heimur vinnunnar á þannig tilveru sína komna
undir hrolli sem sprottinn er af tilfinningu en ekki rólegri íhugun. Það
var einkar glöggt á sautjándu öld. Bændurnir vestfirsku lifðu frá morgni
til kvölds í ótta við hið óþekkta og djöfullega, og dauðinn var hvarvetna
nálægur, umleikinn hjátrú og bönnum. Ekki bætti úr skák að stórsóttir
og harðindi einkenndu daglegt líf fólks í upphafi aldarinnar; þannig var
árið 1615 mikið ísaár á Vestfjörðum. Þessi sálfræðilegu og félagslegu
skilyrði gerðu morðæðið mögulegt. Hafa ber í huga að forboð blása
fólki í brjóst skelfingu af trúarlegum toga. í sumum tilvikum verður
þessi tilfinning að tilbeiðslu. Menn sveiflast miili andstæðra hneigða;
þeir fælast í hryllingi og laðast að í óttablandinni aðdáun. Þannig er
líkið veruleiki sem þeir þrá og hræðast í senn, og öðru framar: veruleiki
sem þeir skynja í sjálfum sér; bannið sem hvílir yfir nánum vekur löng-
un, öfugsnúna þörf. I ljósi þess er tíðni fáránlegra múgmorða í gegnum
tíðina ekki undraverð. Morðlostinn hefur fylgt manninum frá því
bannið við morði varð til; og í raun er það bannið sem gerir lostann
mögulegan.
Jón lærði reis gegn opinberri túlkun á framferði og dauða Spánverja.
Af þeim sökum hlaut hann að hrekjast á flótta úr heimabyggð sinni
vildi hann lífi halda, því að ekki gat hann fórnað sannleika sínum, eða
eins og segir í Fjölmóði:
Neitaði eg báðum
neyðarkostum,
treysta eg mér ekki
trú að smíða,
né eg syndaþvott
þar af fengi,
þó eg baðaði mig
í blóði spanskra.1
Máttarstólpar samfélagsins sameinuðust gegn einstaklingi sem rofið
hafði markalínu hins sanna og ósanna, einstaklingi sem tök hafði á
orðræðu er bjó yfir stórkostlegu afli. Hið opinbera vald átti tilveru-
grundvöll sinn undir því kominn að það væri staðfest án afláts í orð-
1 „Fjölmóður", 1916, bls. 54.