Skírnir - 01.09.1990, Page 98
350
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Allmargar heimildir eru til um Tyrkjaránið. Er athyglisvert að skoða
hvað það var sem mestan óhug vakti með fólki þegar í byrjun. Við-
brögð Þorleifs sýslumanns Magnússonar á Hlíðarenda eru að mörgu
leyti dæmigerð. I huga hans voru Tyrkinn og páfinn greinar af sama
meiði, enda var Tyrkjum iðulega skipað á bekk með villutrúarmönnum
og heiðingjum í lúterskum bænabókum. Markmið ræningjanna var að
mati Þorleifs, að fordjarfa öll Norðurlönd og koma þeim undir ríki
Satans. í bréfi þann 17. ágúst 1627 ritar hann um ránið í Vestmanna-
eyjum sem átt hafði sér stað skömmu áður, og segir meðal annars: „Þeir
hlupu sem beztu hestar; þeir hlupu upp björg og hamra, sem kettir, svo
ei stendur fyrir þeim. Þeir hafa flöskur upp á sér, og bolla lítinn að láta
í af flöskunum; það drekka þeir nær þeir vilja illt aðhafast - meina menn
mannablóð með púðri og öðru tilbúið - að herða upp þar með þeirra
grimmd og blóðgírugheit."1 Annar bragur er á samtíða bréfi Benedikts
Halldórssonar sem ritað var 24. ágúst. Hann var líkt og fleiri óviss um
þjóðerni ræningjanna, og segir: „Mælt er, að þessi skip séu 10 í sjónum,
og er sagt, að 5 skulu vera send af páfanum, en önnur 5 af þeim spanska
kongi...“2
Ránið varð þegar í upphafi tilefni magnaðrar hrollvekju enda virðast
ódæðisverk ræningjanna hafa verið tryllingsleg; blóðþorsti þeirra og
miskunnarleysi voru með ólíkindum - „sneru þeir aftur þá helstungnu
sundur að saxa og höggva, hvar af þeir höfðu gaman og lyst,“3 segir á
einum stað. Ljóst er þó að lýsingarnar aukast með tímanum: hroða-
verkin verða sífellt verri og svívirðilegri. Dæmi um það er frásögn af
illvirki nokkru sem sjóræningjarnir unnu á Austfjörðum og greint er frá
í flestum lýsingum á ráninu. I einni elstu heimildinni er sagt að þeir hafi
tekið piltung einn og skorið hann þvert yfir andlitið, flett svo augna-
brúnum ofan fyrir augun og sneitt loks af honum „báða hans huppa
fyrir neðan síðurnar." Lét hann þar líf sitt með harmkvælum. Ekki segir
frá öðrum aftökum af slíku tagi í þessari frásögn. I annarri heimild er
hins vegar greint frá því, að 21 maður hafi fundist dauður, þannig
útleikinn.4
1 Sama rit, bls. 357.
2 „Samtíða bréf um Tyrkjaránið," Blanda. Fróðleikur gamall og nýr, II,
Reykjavík 1921-23, bls. 350-2.
3 Tyrkjaránið á Islandi 1627, bls. 26.
4 Sama rit, bls. 21 og 76.