Skírnir - 01.09.1990, Qupperneq 99
SKÍRNIR
.ÍSLANDS ER ÞJÓÐ, ÖLL SÖKKT í BLÓÐ'
351
Gott dæmi um ýkjuhneigð þjóðsögunnar er skýrsla Kláusar Eyjólfs-
sonar (1584-1674), sem fyrstur varð til að skrifa um ránið í Vestmanna-
eyjum, sennilega eftir frásögn sjónarvotta er komist höfðu við illan leik
til lands. Skýrsla hans er til í fjórum gerðum sem verða æ mergjaðri er
á líður. í elstu gerðinni (A) ber nokkuð á orðrómi og getgátum, auk
þess sem einstaka frásögn er með miklum ólíkindablæ, s.s. lýsingin á
lífláti séra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts. Munnmælin eru þó sett fram
með varúð og leitast við að hafa það sem sannara reynist. I seinni
afskriftum skýrslunnar eru munnmælin hins vegar orðin að óbrigð-
ulum sannindum, auk þess sem ýmsum viðaukum - Kláusar sjáifs eða
annarra manna - er skotið inn í skrifin og orðalagi víða breytt, eins og
gengur. Ferlið sést ljóslega í frásögninni af Eydalaför Tyrkja fyrir
austan. I elstu gerðinni er þess aðeins getið að ræningjarnir hafi komist
allt inn að Eydölum. í þeim næstu verður lýsingin litríkari: „... með því
þeir þyrstu blóðhundar gátu sig aldrei fyllt af blóði saklausra, hlupu
þeir sem hundar eða villudýr allt inn að Eydölum.“ í yngstu gerðinni
(D) hefur svo lýsingin öðlast svip af helgisögu, en þar segir:
Þar var þá sá góði, gamli og nafnfrægi prestur og þjóðskáld lands vors, síra
Einar Sigurðarson, faðir herra Odds Skálholtsbiskups. Hann var á áttræðis
aldri sjónlaus. Og sem hann frétti, að til þeirra sæist, að þeir brunuðu þangað,
lét hann vísa sér með fingri í hvaða átt þeir sæjust. Að því gerðu lagðist hann
til bænar niður á jörðina, - nokkrir segja, að hann hafi staðið uppréttur og
mælt fram dræplingsflokk dróttkveðinn. Við það brá þeim svo, að þeir urðu
blindir og gátu eigi leingra áfram haldið, heldur héldu til baka, og gátu ei
sínum vonda vilja fram komið.1
Þessi saga mun hafa flogið víða. I Tyrkjaráns sögu Björns á Skarðsá er
hún þó felld niður, enda sleppti Björn mörgum sögusögnum er honum
þóttu ótrúlegar eða ýkjukenndar um of. Þar segir aðeins að ræningj-
arnir hafi horfið frá Eydölum af því að þeim sýndist það klettur vera
sem staðurinn var.2 Annað dæmi er frásögn um kerlingu nokkra í
skýrslu Kláusar og þróun hennar í afskriftum. I elstu gerðinni er frá því
sagt að ræningjarnir hafi fundið kerlingu eina uppi á eldiviðarhlaða, og
haft hana með sér að Ofanleiti. Láta þeir hana bíða á bæjarhlaðinu
meðan þeir spörkuðu um bæinn, en skilja eftir hjá henni son séra Ólafs,
ellefu ára gamlan, bundinn á höndum. Drengurinn biður kerlingu um
1 Sama rit, bls. 37 og 76-7.
2 Sama rit, bls. 242.
23 — Skírnir