Skírnir - 01.09.1990, Síða 100
352
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
að leysa sig en hún segist ekki þora það. í yngstu gerðinni er þessi saga
öllu litríkari; það er eins og afskrifurum hafi þótt eitthvað vanta.
Kerlingin er nú nefnd með nafni, Guðrún heitir hún, og enn skortir
hana kjark til að leysa son séra Ólafs. En síðan er bætt við: „Eptir það
geingu þeir til nefndrar Guðrúnar spyrjandi, á hvern hún tryði, en hún
svaraði með óskelfdri röddu, að hún tryði á heilaga guðdómsins þrenn-
ingu, föður, son og heilagan anda. Þá skáru þeir af henni brjóstin, en
hún sagði, að þeir skyldu skera og skera í Jesu nafni; hún vildi það alt
í hans blessaða nafni þola. Síðan pikkuðu þeir hana harðlega til dauða.“!
Hugur kerlingar kemur hér spánskt fyrir sjónir, enda er hann í full-
kominni andstöðu við kjarkleysi hennar áður. Það er eins og hann hafi
vaxið í hlutfalli við ofbeldið sem hún er beitt; undir lokin svellur henni
fyrst móður. Viðbótina er ekki að finna í sögu Björns á Skarðsá; þar
virðist kerlingunni hafa verið varpað á eld ásamt öðrum gamal-
mennum.1 2 Og í ferðasögu séra Ólafs Egilssonar er ekkert á hana
minnst, þótt sonur prests komi við sögu. I þessu dæmi má sjá ýkju-
hneigð þjóðsögunnar að verki, einhvers konar hryllingsnautn, en um
leið sérstaka tegund rökhugsunar. Tilefni sögunnar er sennilega hug-
leysi kerlingar; hún bregst drengnum en kemst samt ekki undan
hörðum dauða. Léttvægt atvik er þanið út og ummyndað í táknmynd
af siðferðilegum heimi þar sem hvaðeina á sér nokkra orsök, og allt líf
lýtur endurgjaldslögmáli.
Orðræðan um Tyrkjaránið tók smám saman á sig form píslarsögu
sem kristallast í lýsingunni á morði séra Jóns Þorsteinssonar. í skýrslu
Kláusar, elstu gerð, er þess getið að Þorsteinn nokkur, íslenskur mað-
ur, hafi vísað sjóræningjunum að stað þar sem komast mátti upp í
Heimaey. Hafði hann verið tekinn ásamt öðrum af enskri duggu undan
Eyjafjallajökli. Ekki er meira sagt frá Þorsteini þessum. I næstu gerð
skýrslunnar eru hins vegar leiddar að því getur að Þorsteinn þessi hafi
vegið séra Jón eigin hendi, og jafnvel þjónað presti áður. I yngstu gerð-
inni er það orðið að staðreynd. Þorsteinn hafði strokið frá presti og
burtkastað sáluhjálplegri trú. Lýsingin á drápinu sjálfu hefur yfir sér
ljóma helgisögu:
1 Sama rit, bls. 82-3.
2 Sama rit, bls. 254-5.