Skírnir - 01.09.1990, Síða 108
360
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
beram vettvangi. Eftirlit jókst og réttur til íhlutunar.1 Valdhafinn teygði
sig nú inn á öll svið mannlegs lífs og gekk til muna lengra en guðslög
- fyrirmæli Biblíunnar - gera ráð fyrir. Gilti einu hvort um andleg efni
eða kynlíf og fjölskyldumál var að ræða. Leitast var við að beygja
einstaklinginn undir kristilega samvitund sem ekki átti rætur sínar í
íslenskri reynslu heldur erlendu valdboði. Geðþótta manna vora settar
strangar skorður - til varð samfélag hins bljúga múgs.
Þetta samfélag greindi óvini hvarvetna eins og fyrr getur, sendiboða
Satans. Venjulegt líf var í bráðum voða frá morgni til morguns enda var
almúganum innprentað að kvaka sem óskaplegast til Drottins, and-
varpa hátt og með ákaflegu kappi, biðja án hugsunar og í blindni. Við
þessar aðstæður var eðlilegt að tilfinninganæmið yrði myrkara og
tryllingslegra en áður. Það er eins og menn hafi fyllst viðbjóði á sjálfum
sér; líkaminn sem slíkur varð ókennilegur og hryllilegur, jafnframt því
sem náttúrlegt samhengi rofnaði, enda fylltist landið af allskonar vá-
boðum. Óhugnaður fólks tengdist nú sjálfskynjun þess í ríkari mæli en
áður; lífið varð að hálfgerðum hryllingsleik. Það var því að vonum
skammt yfir í öfuguggahátt og geðsýki, eins og fjölmörg dæmi vitna
um; menn reyndu með öllum brögðum að tengjast veruleikanum að
nýju og eyða óbærilegum óhugnaði: ótta við líkamsmissi og sam-
bræðslu við dýrið - ótta sem blandinn var þrá í skúmaskotum hugans,
skelfilegri þrá.
Á ákveðnu sögulegu augnabliki er eins og andstæð skaut hafi skipt
um stöðu og tíminn storknað um leið; líkaminn varð að frosinni mynd
innan skipulags þar sem leikur andstæðna var af hinu illa, þar sem
tilgangslaus nautn, eða nautn sjálfrar hennar vegna, var glæpsamleg.
Þetta sögulega augnablik náði yfir áratugi, aldir, frá siðaskiptum og
fram til miðrar átjándu aldar. Á því skeiði varð til líkami höfnunar og
banns hérlendis, líkami háska, glötunar og dauða. Kynferðið glataði
jákvæðri merkingu sinni sem náttúrlegt lífsafl og tengdist því sem var
glæpsamlegt og viðbjóðslegt, dýrslegt. Það er eins og samband manna
við náttúruna og dýraríkið hafi gjörbreyst. Freistingin og skelfingin
tóku nú á sig myndir afskræmdra dýra, hins ónáttúrlega og ómögulega;
brjálaðar verur bratust úr innheimum og skriðu eða flugu um yfirborð
jarðar; hrollvekjandi einsemd kveikti sturlaðar hugsanir. Það er eins og
1 Sjá t.d. Loft Guttormsson: Bemska, ungdómur og uppeldi d einveldisöld,
Reykjavík 1983.