Skírnir - 01.09.1990, Page 111
SKÍRNIR
LJÓSIÐ SEM HVARF
363
verður sér nú úti um upptökur á þessum messum, og hlustar á þær áður
en hann les lengra, heyrir hann að hér er ekki verið að fleipra um
hégóma.
Að þessu sinni hef ég þó ekki áhuga á mætti þessa texta þegar hann
er lesinn eða sunginn. Ég hef sama áhuga á honum og kristinn maður
sem kallar sig svo ætti að hafa. Trúarjátningar eru til þess að fólk játi
með þeim trú sína. Hvað er þá trú? Fólk trúir því sem það heldur að sé
satt. Það trúir því líka sem það veit að er satt; þess vegna er það fyndið
sem séra Árni Þórarinsson segist hafa sagt við Vilmund Jónsson: „Nú
er ég orðinn alveg eins og þú. Nú trúi ég engu lengur. Ég bara veit.“'
Hvað um það: fólk trúir því sem það veit eða telur vera satt.
Maður skyldi ætla að þetta væru sjálfsagðir hlutir um trú og sann-
leika. En guðfræðingar nú til dags eru heldur betur á öðru máli. Séra
Sigurbjörn Einarsson biskup segir í ritgerð um þjóðkirkju Islands:
Trúarjátning, - hvað er það?
Einmitt það, sem í orðinu felst: Játning trúar, trúar á Guð, ekki greinargerð
skoðana um hann. [...] I játningu þessarar trúar er ekki fjötur lagður á vits-
muni manns eða þekkingu. Hann beygir kné fyrir Guði, játast Guði og veg-
samar þau verk, sem hann hefur framkvæmt og framkvæmir í ríkdómi elsku
sinnar. [...] Þetta játar kirkjan í mikilli auðmýkt og lotningu. Hún er að viður-
kenna þakkarskuld, ekki að gera grein fyrir skoðun eða fræðilegri niður-
stöðu.1 2
Hvað á nú þetta að þýða? Hvaða greinarmun þykist séra Sigurbjörn
geta gert á trú og skoðun sem geri honum kleift að fullyrða að trúar-
játningin geri ekki grein fyrir skoðunum heldur fyrir trú? Víst er að sá
greinarmunur er ekki fyrir hendi í mæltu máli: þar er að trúa einhverju
vissulega að hafa skoðun á því, nánar til tekið að halda að það sé satt
eins og fram er komið. Á mæltu máli er maður sem trúir á Guð þeirrar
skoðunar að Guð sé til. Hann heldur að það sé satt að Guð sé til, alveg
eins og maður sem trúir á drauga eða öreindir heldur að það sé satt að
draugar eða öreindir séu til. Þetta virðist vera einfaldasti hlutur í heimi
sem ætti að blasa við hverju barni. En Sigurbjörn neitar þessu. Nútíma-
1 Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, Mál og
menning, Reykjavík 1970, II, 539.
2 Sigurbjörn Einarsson: „Þjóðkirkja Islands, játningar og vígsluheit" í
Víðförla I, 3 (júní-september 1947), 144-145.