Skírnir - 01.09.1990, Síða 112
364
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
guðfræðingar neita því upp til hópa, hver með sínum hætti. Hvernig
stendur á svo hrikalegri uppreisn gegn heilbrigðri skynsemi?
Svarið er að þessir nútímaguðfræðingar trúa flestir eða allir á tvenns
konar sannindi. Annars vegar eru fræðileg sannindi, eins og þeir þykjast
sjálfir vera að afla með biflíurannsóknum, og hins vegar trúarleg sann-
indi eins og þeir komast gjarnan að orði. I ritgerð sinni „Kristin trú á
tækniöld“ segir séra Sigurbjörn frá rannsóknum sagnfræðinga og
fornleifafræðinga á sanngildi Biflíunnar. Meðal annars getur hann þess
að nú hafi „vísindamenn sannað, að frásögn Biblíunnar af myrkrinu,
sem kom yfir Egyptaland á dögum Móse [...] sé dagsanna: mikið eldgos
á Eyjahafi varð á þessum dögum, askan þaðan hefur myrkvað himininn
yfir landi Faraós“. Hér er um að ræða „sanngildi í sagnfræðilegri merk-
ingu,“ segir Sigurbjörn, eða eins og hann kveður líka að orði, sannindi
„í vísindalegri merkingu orðsins".1 Á hinn bóginn segir hann að Biflían
telji sig „eiga allt annað erindi en að upplýsa um staðreyndir af hvers
kyns tagi, hvort sem þær snerta náttúrufyrirbæri eða mannlega sögu,“
enda séu ritningarnar „einhliða trúarlegar og sjálft lífið í þeim [sé] þess
háttar innblástur, sem tilheyrir trúarlegu sviði. Þær eru fæddar af þeirri
vitund, að þær birti guðleg sannindi."2 Hér er kominn til sögunnar nýr
greinarmunur á tveimur sviðum, vísindalegu sviði sem snertir náttúru-
fyrirbæri eða mannlega sögu og trúarlegu sviði sem er vettvangur
guðlegra sanninda. I ritgerð frá 1947 skrifar Sigurbjörn þó nokkurt mál
um þessi guðlegu sannindi. Þar er hann að kvarta yfir íslenzkum presti
sem hafði skrifað að „villa kirkjunnar hafi verið sú að beita orku sinni
til þess að verja gömul sannindi í stað þess að leita nýrra“. Um þetta
segir Sigurbjörn af heilagri vandlætingu:
Sé þetta rétt, þá er kirkja Páls og Jóhannesar og Péturs sek um þá villu,
kristindómurinn villa frá byrjun. Kom Kristur til að tileinka mannkyninu
spurninguna: Hvað er sannleikur? Annar spurði þessarar spurningar, fulltrúi
„menningarinnar", Pílatus. En Jesús sagði: Ég er sannleikurinn. Hver, sem er
sannleikans megin, heyrir mína rödd. Ef þér standið stöðugir í orði mínu,
eruð þér sannarlega lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og
sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.
Hafi kirkjan farið villt í því að telja sér skylt að varðveita sannindi, sem
1 Sigurbjörn Einarsson: „Kristin trú á tækniöld" í Skírni 161 (haust 1987),
346-347.
2 Sigurbjörn Einarsson: „Kristin trú á tækniöld", 344.