Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 117
SKÍRNIR
LJÓSIÐ SEM HVARF
369
höfum við ekki ögn af ástæðu til að treysta einhverjum prófessorum í
Tubingen, eða hvar þeir eru, til að ná tökum á henni á okkar dögum.
Þá er hún ekki hafandi sem trúbók. Og aftur verðum við að ganga
lengra: það verður að hafa verið á færi allrar alþýðu að tileinka sér
höfuðatriði trúarinnar öld fram af öld. „Ritningin skýrir sig sjálf," sagði
Lúter. Það verður hún að gera.
Af þessu leiðir ósköp einfaldan hlut: tvöfeldni guðfræðinga - eink-
um guðfræðinga mótmælendakirkjunnar - á 19du og 20stu öld er ekki
kristin trú og á meira að segja afskaplega lítið skylt við kristna trú. Og
að því marki sem hún þykist vera kristin trú er hún óheilindin upp-
máluð: trúleysi í nafni trúar. Að réttu lagi er kristin kirkja ekki kjörbúð
þar sem við kaupum rófur og baunir en ekki saltkjöt því okkur finnst
það vont og höldum að það sé eitrað. Kristinn maður verður að trúa á
allan kristin dóm: á upprisu holdsins og erfðasyndina, á himininn og
helvíti og djöfulinn sjálfan og almáttugan Guð og hans einkason. Það
er allt eða ekkert, fyrr og síðar.
Það er ástæða til að hyggja sem snöggvast að helvíti. Hér er Sigur-
björn Einarsson að fjalla um postullegu trúarjátninguna:
En það er íhugunarvert, að uppistaða hennar er einmitt saga, jarðnesk lífssaga:
Jesús, Guðs sonur, er fæddur, dáinn, upprisinn og til himna stiginn. Það
gerðist allt hér á jörð. Og þetta er ekki játað sem skáldleg tjáning á óáþreifan-
legum efnum, ekki sem tákn um lögmál lífs og dauða, heldur er hér um að
ræða alvöruviðburði í veraldarsögunni. Viðburðirnir eru blátt áfram raktir,
án túlkunar, með beinni skírskotun til sögulegrar og almennt viðurkenndrar
viðmiðunar.1
Af þessum orðum má raunar ráða að Sigurbjörn er á öðru máli en allur
þorri guðfræðinga mótmælenda á okkar dögum um upprisu og
himnaför Krists: eins og kaþólskur maður trúir hann því að hvort-
tveggja hafi gerzt. En hann sleppir úr trúarjátningunni þar sem hann
endursegir hana: hann hleypur yfir helvíti og för Krists þangað, en frá
henni segir í fyrra bréfi Péturs (3, 19-20) fyrir utan trúarjátninguna.
Mér skilst það sé alsiða í kristni samtímans að skeyta ekki um helvíti og
það sem þar fer fram. En það er tvímælalaus trúvilla. Kristur segir frá
helvíti hvað eftir annað, án umbúða og fyrirvara, og lýsir því oft með
orðum sem eru talsháttur í íslenzku: „þar mun verða grátur og gnístran
1 Sigurbjörn Einarsson: „Kristin trú á tækniöld“, 346.