Skírnir - 01.09.1990, Qupperneq 118
370
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
tanna". Það þarf ekki að skilja þetta svo að hann hafi haft í huga þann
eld sem við vitum, en samtíðarmenn hans ekki, að brennur í iðrum
jarðar, þannig að lík fordæmdra muni sogast úr gröfum sínum niður í
jarðeldana og lifna þar til að geta kvalizt í logunum. En helvíti verður
að vera til með gráti og gnístran tanna, kannski í líki kvalafullra
sjúkdóma, eða þá í líki ákafra óska sem aldrei rætast eins og heilagur
Tómas hallaðist að. Því verða guðfræðingar að velta fyrir sér.
Fegursti staður í guðspjöllunum er á þessa leið:
Þá mun konungurinn segja við þá til hægri handar: Komið, þér hinir blessuðu
föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun
heims; því að hungraður var eg, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var eg, og
þér gáfuð mér að drekka, gestur var eg, og þér hýstuð mig; nakinn, og þér
klædduð mig; sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín; í fangelsi var eg, og þér
komuð til mín. Þá munu hinir réttlátu svara honum og segja: Herra, hve nær
sáum vér þig hungraðan, og fæddum þig, eða þyrstan, og gáfum þér að
drekka? Og hve nær sáum vér þig gest, og hýstum þig, eða nakinn, og
klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til
þín? Og konungurinn mun svara og segja við þá: Sannlega segi eg yður, svo
íramarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minstu bræðra, þá
hafið þér gjört mér það.
Og hér má ég hætta og lúta þeim í lotningu sem svona kennir. En
kristinn maður má ekki hætta hér. Hann verður að lesa lengra:
Þá mun hann og segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, þér bölvaðir, í
eilífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og englum hans.
Kristin trú leyfir engin nýmæli: enga nýja spámenn, engar nýjar opin-
beranir. Það verður að vera ein og sama trúin sem Kristur kveikti og
hefur ekki slokknað síðan. Þar er sagnfestan að verki. Hún veldur því
líka að í gervallri kristninni er ekki nema einn rétttrúnaður í öllum
höfuðgreinum trúarinnar, og allt annað en hann er trúvilla. En tvö-
feldningarnir eru nýir spámenn með nýjar opinberanir.
IV Skynseming
Að réttu lagi er kristin trú aðeins ein. Það gegnir öðru máli um
kristilega guðfræði: hún má vera eins sundurleit og mönnum sýnist. Á