Skírnir - 01.09.1990, Page 119
SKÍRNIR
LJÓSIÐ SEM HVARF
371
þeim vettvangi hefur verið rökrætt og rifizt linnulaust allt frá því Páll
postuli bjó guðfræðina til og kom henni á framfæri. Þeir sem áhuga hafa
á kristni og kirkju geta sótt mikinn og kostulegan fróðleik um guðfræði
fornaldar í þar til gerða kafla í Hnignun ogfalli Rómaveldis eftir
Edward Gibbon. Svo var auðvitað enginn endir á þráttunum um
trúarinnar greinir með mótmælendum eftir siðaskiptin. Á 19du öld
varð sá siður til að sækja nýja guðfræði í næstum því nýja heimspeki,
ekki sízt í kenningar þeirra Kants og Hegels. Sá siður er enn við lýði,
nema hvað nú eru það helzt þeir Martin Heidegger og Ludwig
Wittgenstein sem ráða ferðinni. Á okkar dögum gefst svo líka kostur
á kvenvakningarguðfræði, svartri guðfræði, þjóðfrelsisguðfræði og
guðsdauðaguðfræði. Hin fyrsttalda hafnar karlkyni guðdómsins. Hin
síðasttalda er reist á þeirri skoðun Nietzsches að Guð sé fallinn frá.
Allar slíkar tízkur má rekja til frjálslyndrar guðfræði á öldinni sem leið.
Frjálslynd guðfræði er gamall kunningi íslendinga, en hjá okkur
heitir hún oftast „nýguðfræði“ og stundum „aldamótaguðfræði“.
Sumir kalla hana „skynsemistrú“ eða „rasjónalisma" þótt réttnefnda
skynsemistrú megi rekja allt aftur á 18du öld. „Vondur kall, Ras-Jón,“
segir biskup í Kristnihaldi undir Jöklid Hvernig væri að kalla
rasjónalistana „skynscminga"? Það fer þeim vel að vera orðaðir við
skynsemina. Eitt er að þeir trúa á vísindin eins og fleiri, og vísindin eru
helzta uppátæki skynseminnar. Þeir vilja hvergi fara í bága við vinsælar
vísindalegar kenningar á hverjum tíma, til dæmis þróunarkenningu
Darwins í meira en hundrað ár. Þar með neita þeir að taka Biflíuna á
orðinu þar sem bókstafur hennar stangast á við þessi vísindi. Þegar svo
stendur á skilja þeir hana einhverjum óeiginlegum skilningi. Loks vilja
þeir beita viðteknum aðferðum annarra fræðigreina í guðfræði sinni, og
fara þá með heilaga ritningu eins og hverjir aðrir sagnfræðingar fara
með hverja aðra sögulega heimild, hvort heldur skáldskap eins og Njálu
eða sannfræði eins og Sturlungu. Þá er ýmissa kosta völ. Séra Gunnar
Kristjánsson á Reynivöllum segir svo frá kenningum þýzks skyn-
semings sem Paulus hét og uppi var frá 1761 til 1851:
Honum tókst að „afgreiða" öll kraftaverk guðspjallanna nema mey-
fæðinguna. Þannig túlkaði hann „rödd Guðs“ sem þrumur, englarnir voru
1 Halldór Laxness: Kristnihald undir Jökli, Helgafell, Reykjavík 1968, 9.