Skírnir - 01.09.1990, Qupperneq 122
374
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
því er virðist. En máttur skynsemingarinnar er mikill eins og fyrr er
fram komið. Greinarmunur á hlutlægum (eða nöktum) atburðum ann-
ars vegar, og huglægri túlkun og þar með væntanlega merkingu þeirra
hins vegar, er ein uppistaðan í hugmyndaheimi Sigurbjörns ekki síður
en Bultmanns og grundvöllur að flestu ef ekki öllu öðru þar á bæjum.
Hér er Sigurbjörn að fjalla um plágurnar tíu sem lustu Egyptaland á
dögum Móse, og mergurinn málsins um þær er að sögn hans þessi:
Þessi fyrirbæri gerðu Faraó svo hræddan, að hann gafst upp fyrir sífrandi,
júðskum þrælalýð, en sömu fyrirbæri gerðu þennan vonlausa rytjulýð svo
hugrakkan, að hann taldi sér allt fært, og varð þjóð, sem lifði og lifir enn á
minningunni um þessa atburði, auk þess sem hún fæddi af sér kristindóminn.
Móse og hans fólk sá tákn í þessum fyrirbærum: Guð var að verki, Guð hefur
náttúruna á valdi sínu, Guð stýrir sögunni þrátt fyrir allt, Guð hlutast í
málefni kugaðra, leysir úr ánauð, bjargar frá dauða, Guð hefur stefnu og
markmið, sem enginn mannlegur máttur ónýtir.
Svo hugleiðir hann þessa atburði sem hér segir:
Það orkar ekki tvímælis, að það eru ekki atburðirnir sjálfir, sem birta þá
merkingu og vekja þá hugsun, sem hér var lýst. Þeir voru naktar staðreyndir
og unnt að lesa í mál þeirra með ólíkum hætti ellegar ekki neitt. Þeir urðu
frásagnarefni á blöðum Biblíunnar af því að þeir voru túlkaðir með ákveðnu
móti. Sú túlkun er augljóslega huglægs eðlis frá vísindalegu sjónarhorni séð..
Hún er ekki handsamanleg eða skýranleg með neinum vísindatækjum, upp-
tök hennar verða ekki rakin með skírskotun til meðfærilegra, áþreifanlegra
staðreynda í svo nefndum raunheimi. Það eru aðeins áhrifin, sem unnt er að
beina rannsókn að, áhrifin á þá menn, sem lásu á þennan veg í mál atvikanna,
hvort sem þau voru stórbrotin eða smávægileg á almennan mælikvarða. Það
sem þessir menn lifðu varð þeim orð frá Guði...1
Og hér er Sigurbjörn að tala um Krist:
Það er áhrifamáttur raunverulegs manns að baki alls, sem guðspjöllin geyma
og önnur rit Nýja testamentis, persónu, sem bjó yfir knýjandi, andlegu valdi.
Og það áhrifavald byggðist á sjálfsvitund, sem setti mönnum úrslitakosti um
afstöðu. Hann túlkaði líf sitt og hlutverk, allt, sem hann gerði og allt, sem
fram við hann kom, á þann veg, að samtíðin varð að taka afstöðu með eða
móti. Hann las merkingu lífs síns út úr þeim ritningum þjóðar sinnar, sem
fólu í sér fyrirheit um komu Guðs smurða og ríkis hans. Hann mótaði þær
hugmyndir að nýju, gekk í berhögg við hefðbundinn skilning: Leið Guðs
ríkis til sigurs var fórnarbraut, krossganga.
1 Sigurbjörn Einarsson: „Kristin trú á tækniöld“, 347-348.