Skírnir - 01.09.1990, Side 123
SKÍRNIR
LJÓSIÐ SEM HVARF
375
Og þessi maður var umkringdur af mönnum sem
höfðu gefið honum trúnað sinn, elskuðu hann heilu hjarta og voru
reiðubúnir, eins og hann, að leggja líf sitt að veði fyrir því, að þeir fasru með
satt mál, sannleik, sem varðaði alla menn meira en allt annað. Og það sem réði
úrslitum um eldmóð þeirra var bjargföst sannfxring um það, að hann væri
risinn upp frá dauðum. - Sem sagt: Túlkun enn og aftur, vitund smiðsins frá
Nazaret um sjálfan sig, túlkun hans á stöðu sinni og hlutverki, og endurskin
þeirrar sjálfsvitundar með þeim, sem gáfu sig honum á vald.1
Hyggjum nú að þessum boðskap.
Kjarni þessa máls er skynseming. Hér er sagan sögð, hvort heldur
saga Gyðinga eða af Kristi, sem hver önnur veraldleg saga. Atburðirnir
eru meðfærilegir og áþreifanlegir, og það sem kveikir þá og knýr þá
áfram eru til að mynda geðshræringar sem eru fjarska veraldlegir hlutir.
Faraó varð hræddur við plágurnar, eða kannski öllu heldur við það sem
hann hélt að væru yfirnáttúrlegar orsakir þeirra. Lærisveinar Krists
elska hann af öllu hjarta því að hann býr yfir knýjandi andlegu valdi og
þeir gefa sig honum á vald: hér virðist það ekki vera annað en sefjun
sem verið er að lýsa. En það eru ekki bara geðshræringar heldur líka til
að mynda sjálfsvitund: vitund Krists um sjálfan sig sem endurskein í
þeim sem voru á valdi hans því Jesús var alltaf mikill áhrifamaður. Hér
vottar hvergi fyrir andlegum eða guðlegum rökum heldur er allt jafn
veraldlegt. Á endanum er það allt saman huglægt líka en ekki hlutlægt,
ekkert nema vitund og tilfinningar sem þurfa auðvitað ekki að vera
vitund um veruleika né tilfinningar til hans. Það gæti allt saman verið
sjálfsblekking.
Lítum nú á Bultmann þar sem hann fjallar um upprisuna:
Upprisa Jesú getur ekki verið yfirnáttúrleg sönnun sem gæti sannfært mann
fullan efasemdum og kveikt með honum trú á Krist. Vandinn er ekki bara sá
hvað goðsögulegur atburður eins og sá að lík lifni á ný er ótrúlegur; því
upprisan merkir ekkert annað [en upprisu holdsins] eins og sést á því að
Kristur upprisinn er skynjaður með líkamlegum skilningarvitum. Né heldur
er vandinn sá hvað það er erfitt að sýna fram á það með sögulegum rann-
sóknum að upprisa sé hlutlægur atburður, eins og hún yrði hafin yfir allan
vafa, og trú á hana áreiðanleg til hins ýtrasta, ef það væri leitt í ljós. Nei,
raunverulegi vandinn er sá að upprisan sjálf er trúaratriði, og maður sannar
ekki eitt trúaratriði með því að höfða til annars. Það er ekki hægt að sanna
1 Sigurbjörn Einarsson: „Kristin trú á tækniöld", 349.