Skírnir - 01.09.1990, Page 124
376
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
endurlausnina í krossfestingunni með því að vísa á upprisuna. Því upprisan
er trúaratriði vegna þess að hún er miklu meira en það eitt að lík lifni við: hún
er heimsendir. Þar með getur hún ekki verið yfirnáttúrleg sönnun. Af þessum
sökum - alveg burtséð frá því hvað er trúlegt eða ótrúlegt - segir þetta
kraftaverk okkur ekkert um þann heimsendi að sigur vinnst á dauðanum.
Ennfremur er slíkt kraftaverk ekki óþekkt í annarri goðafræði. - Samt blasir
það við að í Nýja testamentinu er hvergi skeytt um upprisu Krists nema
einfaldlega vegna þess að hún er heimsslitaatburður öllum atburðum fremur.
Með upprisunni afmáði Kristur dauðann og leiddi lífið og ódauðleikann í
ljós. [...] I daglegu lífi sínu eiga kristnir menn ekki aðeins hlutdeild í dauða
Krists, heldur líka í upprisu hans.* 1
Hér er skýrt dæmi þess hvernig skynseming og tvöfeldni haldast í
hendur: jafnframt því sem Bultmann vísar frá sér trúnni á það að lík
lifni við, eins og á hvern annan goðsögulegan atburð sem eigi sér
hliðstæður í hvers kyns goðafræði annarri sem enginn upplýstur maður
leggi trúnað á nú til dags, þá á upprisan samt að vera trúaratriði í
einhverjum öðrum skilningi, í heimsslitaskilningi segir Bultmann. Eg
ætla að leiða hjá mér heimsslitafræði Bultmanns á þessum blöðum en
láta þess eins getið að mér virðist hún ekki vera annað en orðagjálfur
um ekki neitt. Hvaða merkingu hefur orðið heimsslit um heim sem ekki
fórst? Hvernig verður ódauðleiki leiddur í ljós með upprisu sem átti sér
ekki stað? Nei, ég hef áhuga á hinu að það á að vera til tvenns konar trú
og þar með tvenns konar sannindi (því að trúa einhverju er að halda að
það sé satt eins og fram er komið í öndverðu máli mínu). Og það á að
vera hægt að líta á setningu eins og „Kristur reis upp“ sem öldungis
ósanna frá fræðilegu sjónarmiði en sanna frá trúarlegu sjónarmiði, alveg
eins og tvöfeldningar miðalda töldu setninguna „Heimurinn á sér
tímanlegt upphaf" ósanna frá heimspekilegu sjónarmiði en sanna frá
guðfræðilegu. Þessa tvöfeldni má svo orða með ýmsu móti. Svona segir
Gunnar Kristjánsson frá kenningu Bultmanns:
Þótt Bultmann telji - eins og hefðbundin guðfræði - krossfestingu og upprisu
Jesú vera hin tvö meginatriði kristinnar trúar, liggur áherzla hans ekki á hinu
sögulega. Þó telur hann krossfestinguna hafa gerzt í sögulegum skilningi.
Upprisuna álítur hann hins vegar ekki hafa gerzt í sama skilningi, heldur séu
frásagnir guðspjallanna af henni eins konar búningur, þar sem innihaldið er
1 Rudolf Bultmann: „Neues Testament und Mythologie“ í Kerygma und
Mythos, ritstjóri Hans Werner Bartsch, Reich & Heidrich, Hamborg 1948,
I, 34-40.