Skírnir - 01.09.1990, Page 125
SKÍRNIR
LJÓSIÐ SEM HVARF
377
staðfesting á gildi kerygmans: upprisan er mýtólógísk tjáning á veruleika hins
sanna lífs; sá búningur var fullkomlega gjaldgengur á tíma guðspjalla-
mannanna. Kristur rís upp í boðskapnum og leysir líf mannsins þannig frá
hinu ósanna til hins sanna, frá því að vera ekki til þess að vera
Hér birtist tvöfeldnin í þeirri mynd að hlutirnir geti gerzt í tvennum
skilningi, og upprisan hafi ekki gerzt í sama skilningi og krossfestingin.
Að öðru leyti er þetta óljós leikur að orðum eins og „kerygma“ og
„mýtólógísk tjáning“.
IV Sannleikur
Nú kemur dálítil heimspeki, barnslega einföld eins og heimspeki á helzt
að vera. Byrjum á því að orðið sannleikur er margrætt eins og orð eiga
að vera. Stundum merkir það „sannindi" sem merkir aftur „sanna
skoðun" eða „sanna setningu". Island er eyja er sönn setning, það er að
segja sannindi og þar með sannleikur. „Sannleikurinn er sá,“ getum við
sagt, „að Island er eyja“. Svona held ég að skilja beri orðið sannleikur
þar sem Kristur segir að hann sé kominn í heiminn til þess að bera
sannleikanum vitni. Fagnaðarerindið er sannleikur, heldur hann, það er
að segja sannar setningar eins og sú meðal annarra að hann eigi sér
almáttugan föður á himnum sem hafi sent hann í heiminn til að frelsa
mennina með því að láta lífið fyrir þá. Kristur er bersýnilega að nota
orðið sannleikur öðruvísi þar sem hann segist sjálfur vera vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Hvað svo sem um Krist verður sagt er það víst
að hann var ekki sönn setning. Hvað merkir þá orðið sannleikur hér?
Ég veit það ekki. Kannski merkir það nánast það sama og orðið
veruleiki, og þá má minnast þess að lýsingarorðið sannur er stundum
skilið sama skilningi og Iýsingarorðið raunverulegur, sönn ást er
raunveruleg ást, sannur vinur er vinur í raun eða vinur í raun og
sannleika eins og við getum líka komizt að orði. Hvað merkir sann-
leikurþar sem Kristur segir „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa"? Við
skulum ekki reyna að gizka á það í þetta sinn.
Svo er það Pílatus sem spyr „Hvað er sannleikur?" þegar Kristur
segist vera kominn til að bera sannleikanum vitni. Það er næstum víst
1 Gunnar Kristjánsson: „Ritskýring og túlkun Biblíunnar", 166.